Tónleikar - Klassart
Hin geysiflotta hljómsveit Klassart heldur leið sína til Siglufjarðar þriðjudagskvöldið 24.júní þar sem hún mun halda tónleika á Rauðku klukkan 20:00.
Þann 10. júní kemur út þriðja breiðskífa Klassart sem ber heitið Smástirni. Klassart var að komast áfram í hljómsveitakeppni sem heitir Euro Music Contest (http://euromusiccontest.com/i/finalists) og munum við því koma fram á úrslitakvöldi í París þann 30. júní.
Hljómsveitin Klassart var stofnuð af systkinunum Fríðu Dís og Smára Guðmundsbörnum snemma á þessari öld. Smástirni er þriðja plata hljómsveitarinnar en áður hafa komið út Bottle of Blues (2007) og Bréf frá París (2010). Fríða syngur og Smári spilar á bassa, Björgvín Ívar Baldursson (Lifun, Eldar) spilar á hljómborð og gítar, Örn Eldjárn (Orfía, Tilbury) á gítar, Baldur Guðmundsson á hljómborð, Særún Lea Guðmundsdóttir og Soffía Björg (Orfía, Brother Grass) sjá um bakraddir, Gunnar Skjöldur Baldursson sér um syntha og Þorvaldur Ingveldarson (Coral) lemur húðir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar miðinn kr. 2.500.
Miðar verða seldir við hurð.
Athugasemdir