Tónleikar - Valdimar

Tónleikar - Valdimar Hún sló í gegn síðast þegar hún mætti á Sigló og nú, ári síðar, leggur hljómsveitin Valdimar leið sína aftur á Kaffi Rauðku með

Fréttir

Tónleikar - Valdimar

Hún sló í gegn síðast þegar hún mætti á Sigló og nú, ári síðar, leggur hljómsveitin Valdimar leið sína aftur á Kaffi Rauðku með tónleika sem haldnir verða 26. október klukkan 22:00.


Valdimar Guðmundsson stofnaði hljómsveitina ásamt vini sínum Ásgeiri Aðalsteinssyni árið 2009 sem nú er orðin að 6 manna hljómsveit. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Undraland, kom út árið 2010. Platan fékk góðar viðtökur og nutu lögin Yfirgefinn, Brotlentur og Undraland mikilla vinsælda í útvarpi. Fyrir plötuna hlaut sveitin tilnefningu sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem hún var valin á úrvalslista Kraums.


Myndirnar hér að neðan voru teknar af Sveini Hjartar á tónleikum Valdimars á Kaffi Rauðku þann 20. Júlí 2011. Myndbandið er hinsvegar tekið upp hjá Loga í mars árið 2011.





 

Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst