Topp einkunn frá Lonely Planet
Á vef Siglfirðings birtist sú skemmtilega frétt að útsendarar frá Lonely Planet hafa farið víðsvegar um Ísland og gist án vitundar starfsfólks og eigenda á gististöðum.
Lonely Planet hefur valið tvo staði á Siglufirði, þá Siglunes Guesthouse í eigu Ástu Júlíu Kristjánsdóttur og Hálfdáns Sveinssonar og The Herring Guesthouse í eigu Erlu Bjartmarz og Þóris Kr. Þórissonar með „Top Pick“. einkunn.
Vekur það mikla athygli að aðeins eru 23 gististaðir á landinu öllu sem fá þessa einkunn og þar af einungis einn á Akureyri.
Umsögn Lonely Planet um Siglunes Guesthouse
Ekki eru þetta einu jákvæðu fréttirnar um góða þjónustu á Siglufirði, áðurnefndir staðir eru einnig með úrvals umsagnir á Booking.com
Siglunes Guesthouse er með Framúrskarandi einkunn 9.1
The Herring Gesthouse er með Einstaka einkunn 9.5
Hvanneyri Guesthouse er með umsögn 6.0
Sigló Hótel er nýbúið opna og ekki farið að fá umsagnir enn, án vafa á það eftir að fá glæsilegar umsagnir.
Sjá einnig heimasíður:
Sigló Hótel
Gistihúsið Hvanneyri
Við getum verið virkilega stolt af því að geta boðið gestum okkar upp á fjölbreytta og glæsilega þjónustu sem tekið er eftir víða um heim.
Umsögn Lonely Planet um The Herring Guesthouse
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og af vef Lonely Planet
Athugasemdir