Fjallatoppar

Fjallatoppar Sunnudaginn 30. mars var blíðskaparveður á Siglufirði og hreinlega allir úti að njóta veðursins. Ég notaði seinni part dagsins í

Fréttir

Fjallatoppar

Sunnudaginn 30. mars var blíðskaparveður á Siglufirði og hreinlega allir úti að njóta veðursins.

Ég notaði seinni part dagsins í vélsleðaferð með Gesti Hanssyni. Gestur var á leið inn í Fljót þar sem hann þurfti að setja inn punkta í GPS tækið sem hann notar svo fyrir nýtt fyrirtæki sem þau hjónin Gestur og Hulda hafa stofnað.
 
Fyrirtækið heitir Topmounteneering og er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í gönguferðum með leiðsögn umhverfis Siglufjörð. 
Hér getið þið séð heimasíðu TopMountaineering.is
 
En við semsagt fórum yfir Siglufjarðarskarð inn í Fljót og Fljótin skoðuð frá sjónarhorni sem maður hefur aldrei séð. Þaðan var haldið upp á Almenningshnakka, Blekkil, Blekkilsbarn og fleiri og fleiri staði og að sjálfsögðu voru myndir teknar. Svo voru innstu hólar, hæðir og hryggir í Siglufirði þræddir og Gestur þreyttist ekki á því að stoppa og segja mér frá örnefnum á því svæði sem við fórum um. Það er óhætt að segja það að Gestur veit upp á hár hvað hann er að gera þegar kemur að fjallamennsku. 
 
Þegar við fórum úr Fljótunum komum við niður innst í Hólsdalnum og þaðan fórum við beint yfir í Skútudal. 
 
Alveg hreint magnaður sleðadagur og gaman að fá leiðsögn frá Gesti. Topp maður hjá Topmountaineering.
 
Hér eru svo myndir af því sem fyrir augum bar þarna á toppunum. Ég tek það fram að ég er ekki alveg hundrað prósent viss á öllum örnefnunum þannig að hugsanlega eru einhverjar staðreyndarvillur í þessu. En þið líklega leiðréttið mig ef þið þekkið betur til.
topmountainÞessi mynd er tekin af Almenningshnakka ef mér skjátlast ekki. 
 
topmountainEfri Ámárhyrna hér næst okkur.
 
topmountainÞessa ferðamenn hittum við Gestur í Fljótum þegar þeir voru að fara að ganga í átt til Siglufjarðar.
 
topmountainFrá vinstri. Gestur á spjalli við forsprakka hópsins en hópurinn var að koma á Tröllaskaga frá Þýskalandi.
 
topmountainÞessi mynd er tekin innst inn í Hólsdal. Líklega fyrir neðan Draugaklett.
 
topmountainSauðadalur í Fljótum.
 

Og Myndband.
 
 

 

https://www.youtube.com/watch?v=5BexrhERRaU


Athugasemdir

04.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst