Torfi Timóteusson Stormsvik
sksiglo.is | Fróðleikur | 26.06.2009 | 18:22 | | Lestrar 625 | Athugasemdir ( )
Flestir eldri Siglfirðingar muna eftir Siglfirðingnum Helgu Torfadóttir sem er fædd á Siglufirði og alinn þar upp frá barnsaldri.
Hún skrifaði hér á vefinn í byrjun ársins skemmtilega grein um sín yngri ár í síldinni.
Hún var á dögunum að fara í gegn um gamalt dót móður sinnar Ásdísar Sigurgeirsdóttur sem lést í október 1968, þar fann hún merkileg skjöl föður síns, prófskýrteini ofl.
En faðir hennar var lengst af í siglingum víða um heim án þess að koma til Íslands, háseti, stýrimaður og skipstjóri.
Viðkomandi skjöl voru ákaflega ylla farin eftir misjafna meðhöndlun, en lentu að lokum heima á Íslandi.
Helga sendi okkur hluta þessara skjala tengd stýrimanns réttindum hans ofl., og við komum þessu í stafrænt form sem og er hægt að skoða HÉR
Með skjölunum sendi Helga okkur eftirfarandi bréf:
Torfi Timóteusson Strøsmsvik var fæddur á Minni Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 31. Október 1893. Þar ólst hann upp fyrstu árin en fluttist með foreldrum sínum til Sauðárkróks þar sem faðir hans dó.
Eftir það flutti móðir hans Helga Jónsdóttir til Siglufjarðar með börnin sín tvö Torfa og Eyvöru og gerðist ráðskona hjá Þorvaldi Atlasyni athafnamanni sem rak útgerð, og saman ráku þau einskonar sjómannaheimili í „Baldri“ húsi sem stóð við hliðina á Henriksenbrakkanum, og ráku það í yfir 20 ár.
Torfi lauk námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1912 en fór svo til Noregs í Stýrimannaskólann í Bergen.
Á meðan hann var að afla sér siglingatíma í skólann, sigldi hann á norskum gufuskipum og seglskútum, en þá var fyrri heimstyrjöldin 1914-1918.
Í stríðinu var hann á tveim norskum skipum sem var sökkt (skotin niður) m/s unni og ég man ekki hvað hitt hét, en áður en skipin voru skotin niður þá var gefin viðvörunarmerki þannig að skipshöfnunum hafði um tíu mínútur til að koma sér í bátana áður en skipið var skotið niður.
Hann lauk prófi frá skólanum árið 1918 og árið 1930 hann var einn af þremur Íslendingurinn sem hafði alheimsréttindi sem þýddi að hann gat verið skipstjóri á hinum stærstu skipum.
Sigldi síðan á ýmsum norskum skipum. Hann kom til Íslands aftur, giftist Ásdísi Sigurgeirsdóttur árið 1924 og eignuðust þau tvö börn. Ólaf og Helgu, f. 1924 og 1926. Ennfremur eignaðist hann dreng, Sigurbjörn Torfason árið 1939
Torfi var stýrimaður á hinum ýmsu skipum, Bjarka SI, Gunnvöru og Rikhard frá Ísafirði, en sigldi í stríðinu 1939-1945 lengst af á Keflvíking KE 50. Valgarð Þorkelsson (Siglfirðingur) fiskaði í hann er torfi sigldi með hann með fisk til Grímsby.
Árið 1942 réðst hann sem stýrimaður á 10 þúsund lesta amerískt skip sem var á leið til New York, en var skotið niður á leiðinni þangað.
Við fengum svo kort frá New York frá honum árið 1943 en síðan heyrðum við ekkert frá honum fyrr en í júlí 1953 að þegar fæ skeyti sem í stendur :
„Kem með Lagarfossi á morgun, þinn pabbi“.
Þetta gekk eftir , hann var hjá mér í Reykjavík, en svo réði Óli bróðir hann á togarann Norðlending ÓF 4 sem bræðslumann og var hann á honum þar til hann varð bráðkvaddur þar um borð á leið til Reykjavíkur árið 1957
Í útlegðinni var hann á ýmsum norskum skipum og þess á milli á sjómannaheimilum hingað og þangað.
Hann gerði Bakkus að vini sínum og sannar það hið fornkveðna, að ekki fari ávalt saman gæfa og gjörvileiki.
Hann tók sér nafnið „Strømsvík“ þar sem Norðmenn áttu erfitt með að nefna nafnið hans
Með kveðju,
Helga Torfadóttir,
Skálateig 3 – 303 –
600 Akureyri
Hún skrifaði hér á vefinn í byrjun ársins skemmtilega grein um sín yngri ár í síldinni.
Hún var á dögunum að fara í gegn um gamalt dót móður sinnar Ásdísar Sigurgeirsdóttur sem lést í október 1968, þar fann hún merkileg skjöl föður síns, prófskýrteini ofl.
En faðir hennar var lengst af í siglingum víða um heim án þess að koma til Íslands, háseti, stýrimaður og skipstjóri.
Viðkomandi skjöl voru ákaflega ylla farin eftir misjafna meðhöndlun, en lentu að lokum heima á Íslandi.
Helga sendi okkur hluta þessara skjala tengd stýrimanns réttindum hans ofl., og við komum þessu í stafrænt form sem og er hægt að skoða HÉR
Með skjölunum sendi Helga okkur eftirfarandi bréf:
Torfi Timóteusson Strøsmsvik var fæddur á Minni Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 31. Október 1893. Þar ólst hann upp fyrstu árin en fluttist með foreldrum sínum til Sauðárkróks þar sem faðir hans dó.
Eftir það flutti móðir hans Helga Jónsdóttir til Siglufjarðar með börnin sín tvö Torfa og Eyvöru og gerðist ráðskona hjá Þorvaldi Atlasyni athafnamanni sem rak útgerð, og saman ráku þau einskonar sjómannaheimili í „Baldri“ húsi sem stóð við hliðina á Henriksenbrakkanum, og ráku það í yfir 20 ár.
Torfi lauk námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1912 en fór svo til Noregs í Stýrimannaskólann í Bergen.
Á meðan hann var að afla sér siglingatíma í skólann, sigldi hann á norskum gufuskipum og seglskútum, en þá var fyrri heimstyrjöldin 1914-1918.
Í stríðinu var hann á tveim norskum skipum sem var sökkt (skotin niður) m/s unni og ég man ekki hvað hitt hét, en áður en skipin voru skotin niður þá var gefin viðvörunarmerki þannig að skipshöfnunum hafði um tíu mínútur til að koma sér í bátana áður en skipið var skotið niður.
Hann lauk prófi frá skólanum árið 1918 og árið 1930 hann var einn af þremur Íslendingurinn sem hafði alheimsréttindi sem þýddi að hann gat verið skipstjóri á hinum stærstu skipum.
Sigldi síðan á ýmsum norskum skipum. Hann kom til Íslands aftur, giftist Ásdísi Sigurgeirsdóttur árið 1924 og eignuðust þau tvö börn. Ólaf og Helgu, f. 1924 og 1926. Ennfremur eignaðist hann dreng, Sigurbjörn Torfason árið 1939
Torfi var stýrimaður á hinum ýmsu skipum, Bjarka SI, Gunnvöru og Rikhard frá Ísafirði, en sigldi í stríðinu 1939-1945 lengst af á Keflvíking KE 50. Valgarð Þorkelsson (Siglfirðingur) fiskaði í hann er torfi sigldi með hann með fisk til Grímsby.
Árið 1942 réðst hann sem stýrimaður á 10 þúsund lesta amerískt skip sem var á leið til New York, en var skotið niður á leiðinni þangað.
Við fengum svo kort frá New York frá honum árið 1943 en síðan heyrðum við ekkert frá honum fyrr en í júlí 1953 að þegar fæ skeyti sem í stendur :
„Kem með Lagarfossi á morgun, þinn pabbi“.
Þetta gekk eftir , hann var hjá mér í Reykjavík, en svo réði Óli bróðir hann á togarann Norðlending ÓF 4 sem bræðslumann og var hann á honum þar til hann varð bráðkvaddur þar um borð á leið til Reykjavíkur árið 1957
Í útlegðinni var hann á ýmsum norskum skipum og þess á milli á sjómannaheimilum hingað og þangað.
Hann gerði Bakkus að vini sínum og sannar það hið fornkveðna, að ekki fari ávalt saman gæfa og gjörvileiki.
Hann tók sér nafnið „Strømsvík“ þar sem Norðmenn áttu erfitt með að nefna nafnið hans
Með kveðju,
Helga Torfadóttir,
Skálateig 3 – 303 –
600 Akureyri
Athugasemdir