TÚRISTINN! Frægur siglingarkappi kom við á Sigló!

TÚRISTINN! Frægur siglingarkappi kom við á Sigló! Sá stóra skútu koma inn í höfnina og leggja við á Togarbryggunni. Norskur fáni blakti í skutnum og ég

Fréttir

TÚRISTINN! Frægur siglingarkappi kom við á Sigló!

Hafsteinn á Eldingunni (Iðunn 1993)
Hafsteinn á Eldingunni (Iðunn 1993)

Sá stóra skútu koma inn í höfnina og leggja við Togarbryggjuna.

Norskur fáni blakti í skutnum og ég hugsadi, ég get talað sænsku við þetta fólk.

"Hej och välkommen till Siglufjordur"...... byrjaði ég og babblaði einhver ósköp á sænsku.

Maðurinn horfði á mig smá stund og sagði svo: Ég skil þig alveg en talaðu bara íslendsku.

Sé núna fyrst að það eru íslenskar auglýsingar á bátnum, t.d. ORA baunir o.fl.

Nú, hver er maðurinn? "Hafsteinn Jóhannsson heiti ég og báturinn heitir Elding."


Hafsteinn Jóhannsson siglingarkappi

Þetta er svakalega stór og flottur bátur segi ég, "já ég smíðaði hann sjálfur í bílskúrnum heima í Noregi"

Áttu svona stóran bílskúr missi ég út úr mér, úps!

"Hvað, trúir þú mér ekki, segir Hafsteinn hálfmóðgaður."

Eitthvað hef ég samt á milli eyrnana, því mig fer að ráma í að að hafa lesið um mann sem silgdi einn, "no stop" hringin í kringum hnöttin á 200 og eitthvað dögum.

Ert þú sá maður? "já ég er hann, sjáðu, segir Hasteinn það stendur hér á bátnum á norsku": 

Soloseilas jorden runt uten stopp 1990-1991 - 241 dager, 25099 mil !

Kæmpe great! Hugsa ég og fatta að nú verð ég að taka mig á og sýna þessum kappa meiri virðingu en að vera tala um bílskúrinn hans.

 Elding

Þú ert greinilega mikil ævintýramaður og eftir þessa löngu siglingu kringum hnöttin, hvað gerir maður svo ?

"Ja, ég hef nú oftast farið minst eina stóra ferð á ári, eitthvað út í heim, t.d frá Noregi til Vínlands árið 2000, minningarferð um Leif Eiríksson, einnig einn hring um Atlandshafið eða svo 2006-2007." Hafsteinn fer um borð og kemur með tvö póstkort um þessar ferðir.

Þú lítur út fyrir að vera alveg eldhress eldri maður, hvað eru gamall? Og áttu konu, börn og barnabörn sem bíða heima?

"Ég er að nálgast áttrætt og nei ég hef aldrei verið giftur, það myndi engin kona orka með alla þessa ævintýramensku í mér. Fínt að ráða sér sjálfur."

Póstkort!

En á hvaða ferðalagi ertu núna og ertu einn á ferð?

"Ja þetta er svolítið sérstök ferð. Tók með mér Tékkneskan vin minn og er að sýna honum Ísland og ég vildi líka koma við á Sigló, því ég var að vinna hérna á síldarárunum sem kafari á björgunarskipi. Kafaði og skar nætur úr skrúfum og svoleiðis. Þetta hefur verið svona kringum ´57 og ´58 held ég."

"Aðalástæðan fyrir ferðinni minni til Íslands núna er að ég fór á Akranes til að sækja koparskrúfur sem ég bjargaði úr sokknum innrásarprömmum utan við Akranes 1957. Lennti þá í riflildi við bæjarstóraran á Akranesi um eignaréttin á þessum skrúfum. Leiðindamál, en ég hef alltaf átt þessar skrúfur og mig, sem hef siglt kringum hnöttin, munar ekkert um að sigla frá Noregi til Íslands og tilbaka aftur til að sækja það sem er mitt. Þetta er bara prinsíp mál. segir Hafsteinn ákveðin á svip."

 Skrúfurnar frægu komnar í réttar hendur eftir 60 ára riflildi !

Takk fyrir spallið Hafsteinn og þessi merkis maður tók í hendina á mér, sem hvarf í þær stæðstu lúkur sem ég hef séð, síðan ég vann með Barða gamla í frystihúsinum 1978.

Hann virtist vera búinn að fyrirgefa mér þetta með bílskúrinn!

Hej då och trevlig resa hem!

NB


Athugasemdir

30.október 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst