Túristinn! Mótorhjóla Víkingar

Túristinn! Mótorhjóla Víkingar Þau stóðu þarna í röð, 10 stk. flott BMW mótorhjól á bryggunni hjá Steina Vigg. Enginn af fjölmörgum gestum gestum

Fréttir

Túristinn! Mótorhjóla Víkingar

Biking Viking ævintýraferðir um Ísland
Biking Viking ævintýraferðir um Ísland

Það stóðu allt í einu 10 stk. flott BMW mótorhjól á bryggunni hjá Steina Vigg.

Enginn af fjölmörgum gestum Rauðku sem nutu þess að sitja utandyra kvörtuðu yfir "útsýnis truflun" þessa fallegu fáka. þvert á móti stóðu margir upp og skoðuð þessi flottu hjól.

Hjólin voru öll merkt "BIKING VIKING" sem hljómaði nokkuð spennandi. Enginn mótorhjóla kappi var sjáanlegur þessa stundina, allir að borða hádegismat á Kaffi Rauðku.

Síðan komu þeir, glaðlegur blandaður hópur af ýmsu þjóðerni en einn var að tala íslensku í farsíma svo ég rauk í hann strax er samtalinu lauk.

Hverjir eru þið og á hvaða ferðalagi er mannskapurinn?

"Ég heiti Þorgeir Ólafsson kallaður Toggi og ég er leiðsögu maður á ferðaskrifstofunni Biking Viking, við sérhæfum okkur í mótorhjóla ferðum um Ísland."

Toggi fararstjóri og leiðsögumaður

"Við höfum verið að þróa og vinna með þessar ferðir í 14 ár. Erum núna með 40 stk. BMW hjól sem eru góð í keyrslu á þjóðvegum landsins, bæði á malbiki og moldarvegum."

En utanvega akstur er það ekki stórt vandamál í dag?  

"Hjá okkur kemur ekki slíkt til greina, þeir sem gera það eru hreinlega sendir heim. Það er ömurlegt að sjá spor og afleiðingarnar í íslenskri náttúru af slíkum akstri.

"Við leggjum mikið upp úr fræðslu um náttúruna og sögu lands og þjóðar og gæði í þjónustu. Við erum eins og margar aðrar ferðaskrifstofur nema að við erum á mótorhjólum".

Hverskonar túr er þessi hópur í núna?

"Við förum hringveginn á 7 dögum, gistum á hótelum, gistiheimilum og bændagistingum, stoppum hingað og þangað og skoðum náttúruperlur. Reynum að gefa þeim mjög blandaða reynslu frá Íslandi"

Hvernig kemur Sigló inn í myndina? 

"Eitt af þessu snýst líka um að finna áhugaverða vegi að keyra og upplifa. Tröllaskagi hefur flotta mótorhjólavegi, mörg göng, fallega firði og fjöll, bættum þessu í túrinn nýlega. Frábær upplifun"

Við erum meðal annars með sérstaka 3 daga ferð um Vestfirði, fjöll og firðir, marga beygjur, erfiðir vegir. Einnig túra yfir svarta sanda á hálendinu o.fl.

Allt í einu heyrum við hlátur og læti bak við okkur, einn af mótorhjóla túristunum hefur misst eitthvað í gegnum bryggjuna. 

Takk fyrir spjallið Toggi og góða ferð.

Meira um túrista: Túristinn! Auður og Þorvaldur

                           Túristinn! Saga og reiðhjól

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst