TÚRISTINN. Á reiðhjólum yfir hálendið

TÚRISTINN. Á reiðhjólum yfir hálendið Hitti Alberto og Veroniku reiðhjólapar í Aðalbakaríinu, úti á gangstétt hvíldu sig þungt pakkaðir reiðhestar þeirra

Fréttir

TÚRISTINN. Á reiðhjólum yfir hálendið

Þungt hlaðið háfjalla reiðhjól
Þungt hlaðið háfjalla reiðhjól

Hitti Alberto og Veroniku reiðhjólapar í Aðalbakaríinu, úti á gangstétt hvíldu sig þungt pakkaðir reiðhestar þeirra sem hafa reynst þeim vel í þessu erfiða en skemmtilega ævintýri.

Alberto er frá Ítalíu og Veronika er frá Rússlandi og hafa þau bæði hjólað víða um heim en aldrei upplifað eins dásamlega náttúru eins og hér á Íslandi. 

Þau hafa verið á landinu í rúmar 3 vikur og byrjuðu á því að skoða suðurland og var það nokkuð léttur og sléttur hjólatúr, síðan lá leiðinn upp að Gullfoss og þaðan yfir Kjöl, en mjög svo sterkur vindur var við það að feykja þeim af veginum og urðu þau að kúra í björgunarskýli í 2 nætur og 3 daga uppi á hálendinu. En það eitt er líka ævintýri og merkileg upplifun.

Þau tóku síðan rútu til Akureyrar og hvíldu sig áður en næsti áfangi byrjaði en það var að hjóla að Öskjuvatni. Þau komust svo af því að vegurinn væri lokaður og ákváðu þá að breyta áætlun sinni og taka bara rólegan Tröllaskagahring með stoppi á Dalvík, Ólafsfirði, hér á Sigló og síðan áfram til Hofsós í dag og þar á eftir Öxnadalsheiði aftur til Akureyrar.

Þau ætla síðan að fara austur fyrir og hjóla að Mývatni og síðan til Húsavík í hvalaskoðun og eftir það til Reykjavíkur og svo fljúga heim 19 júlí.

Alberto og Veronika segja að þau séu mjög ánægð með allt sem varðar þjónustu, eins og aðstöðu á tjaldstæðum og gistiheimilum og að íslendingar séu alltaf boðnir og búnir að svara spurningum og hjálpa til og ekki síst að ökumenn taka tillit til hjólreiðafólks og fara varlega framúr þeim á vegum landsins.

Aðspurð hvort þeim fyndist dýrt að ferðast um landið, svara bæði, nei ekki ef maður verslar í venjulegum matvörubúðum og og sleppir dýrum hótelum og veitingastöðum.

Góða ferð

.Alberto og Veronika á Aðalgötunni

Myndir og texti: Jón Ólafur Björgvinson

Fréttasími: 842-0089


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst