Úlfur Úlfur
Rappdúettinn Úlfur Úlfur mætir á Rauðku og treður upp á Síldarævintýrinu, föstudaginn 4.ágúst 2017.
Úlfur Úlfur hefur notið mikilla vinsælda allt frá 2011. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af fjölbreyttum tónlistarstefnum og skilar þar sér í einstakri nálgun á rapptónlist. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki, óraunveruleiki og allt þar á milli. Hljómsveitin hefur alla tíð hlotið mikið lof fyrir bæði frumlegar lagasmíðar og einlæga textagerð en í dag, 5 árum frá stofnun, er augljóst að úlfurinn hefur aldrei verið blóðþyrstari.
Athugasemdir