Um þriggja miljarða fjárfesting

Um þriggja miljarða fjárfesting Í þættinum "Um land allt" á stöð tvö í gærkvöldi mátti sjá viðtöl við fjölda ungra siglfirðinga sem nú hafa það tækifæri

Fréttir

Um þriggja miljarða fjárfesting

Ljósmynd Jón Steinar Ragnarsson
Ljósmynd Jón Steinar Ragnarsson

Í þættinum "Um land allt" á stöð tvö í gærkvöldi mátti sjá viðtöl við fjölda ungra siglfirðinga sem nú hafa það tækifæri að koma aftur til Siglufjarðar eftir að hafa sótt menntun. Eitt eiga allir sameiginlegt, það er að hafa beðið eftir tækifæri til að koma til baka því á Sigló vilja þeir ala upp sín börn. 

Í þættinum, sem sjá má í OZ sjónvarpi stöðvar tvö, er einnig viðtal við Róbert Guðfinnsson sem staðið hefur að viðamikilli uppbyggingu í ferðaþjónustu á Siglufirði en áætlað er að sú fjárfesting verði um 2,2 milljarðar króna þegar hótel, skíðasvæði og golfvöllur hafa verið standsettir. Róbert áætlar að heildarfjárfesting sín verði um 3 milljarðar þegar lyfjaverksmiðja Genís hefur hafið fulla starfssemi. 

Þriðjudaginn næsta, þann 8.apríl, mun þátturinn "Um land allt" fjalla áfram um áform Róberts og uppbygginguna á Siglufirði. 


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst