Umfangsmikil rannsókn um áhrif Héðinsfjarðarganga
Sjálfvirkir umferðateljarar, spurningalistar ferðamanna, búsetugögn úr þjóðskrá, viðhorfskannanir meðal íbúa og viðtöl við fólk voru meðal þeirra gagna sem safnað var bæði í aðdraganda opnun Héðinsfjarðargangna sem og eftir opnun þeirra.
Viðamikil rannsókn fór fram á áhrifum Héðinsfjarðarganga en heildarniðurstöður hennar voru kynntar á málþyngi í Tjarnarborg á Ólafsfrði í gær. Ljóst er að áhrif gangnanna eru mikil fyrir íbúa Fjallabyggðar og hefur viðsnúningur orðið á íbúaþróun, atvinnumöguleikar og menntunartækifæri stóraukist, fólksfjölgun hefur orðið í Siglufirði og fólskfækkun stöðvast í Ólafsfirði. Bæjarbúar eru duglegir að sækja menningarviðburði og skemmtanir milli bæjarkjarnanna og ungt fólk er tilbúnara til að búa áfram í Fjallabyggð heldur en í öðrum litlum samfélögum á landsbyggðinni.
Þrátt fyrir að flest sé jákvætt þá er samt sem áður vísir um minni ánægja sé með löggæslu og aðgengi að heilbrigðismálum, þá telja Ólafsfirðingar einnig að það halli á þá í opinberri starfsemi og væntingar rannsóknaraðila um aukinn fjölda gistinátta og umferð um Trölaskagann er tengist ferðamönnum hafa ekki gengið eftir.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Athugasemdir