Umsátrið um Ísland

Umsátrið um Ísland Viðbrögð innfæddra við utan að komandi gagnrýni frá framandi löndum er í réttu samhengi við það sem áður gerðist af sama tilefni.

Fréttir

Umsátrið um Ísland

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Viðbrögð innfæddra við utan að komandi gagnrýni frá framandi löndum er í réttu samhengi við það sem áður gerðist af sama tilefni. Eins og einhverjir muna örugglega brugðust íslensk stjórnvöld og íslenskur almenningur við slíku áreiti með því að úthúða og hæðast að þeim sem dirfðust að gagnrýna eða efast um ágæti landans í hverju sem var.Íslensk stjórnvöld lögðust í ímyndarherferð fyrir landið, reyna að útskýra fyrir öðrum að hlutirnir væru allt öðruvísi en allir aðrir en við sögðum þá vera. Almenningur (flestir en ekki allir) grillaði á kvöldin og græddi á daginn og gaf öllum gagnrýnendum fingurinn. Gott ef ekki var minnst á að þeir sem ekki skildu íslenska undrið þyrftu að endurmennta sig í fræðunum. Í stuttu máli litum við felst þannig á að Ísland væri nánast umsetið óvinveittum, öfundsjúkum og illgjörnum útlendingum sem vildu helst sjá okkur skríða aftur inn í moldarkofana.
Nú finnst mér við vera að fara í sama farið aftur. Við steytum hnefann gegn þeim sem ekki treysta okkur þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Við gefum hverjum þeim fingurinn sem ekki tekur undir með okkur í nánast hverju sem er. Við bregðumst af fullri hörku gegn þeim sem gagnrýna stjórnvöld – að ekki sé nú talað um forsetann eins og nýleg dæmi sanna. Við erum aftur farin að tala um að aðrir skilji okkur ekki, skilji ekki íslenska stjórnskipan, átti sig ekki á hæfileikum okkar og yfirburðum umfram aðrar þjóðir sem ekki eru eins langt á lýðræðisbrautina komnar og ofurþjóðin Ísland. Við vitnum til skrifa hliðhollra erlendra kverúlannta á bloggssíðum erlendra miðla og hrópum upp yfir okkur af gleði ef þeir lýsa yfir stuðningi yfir þessari skrýtnu þjóð sem vill ekkert með aðra hafa og stefnir nánast að því að segja sig úr samfélagi þjóðanna. Vissan um yfirburði íslenska stofnsins er að ná að skjóta rótum víða í samfélaginu. Trúin á að við séum öðrum fremri og betri er að stíga aftur til himna, aðeins tveim árum eftir að við féllum svo rækilega á höfðuðið frami fyrri heiminum að seint mun gleymast – nema hér á landi. Við búum okkur til okkar eigið umsátur þar sem við erum bæði í hlutverki þess umsetna og hinna sem sækja að okkur.
Það úr svona jarðvegi sem hættulegustu stjórnmálamenn heimsins hafa sprottið upp úr. Næringin fyrir íslenska lýðskrumara er fyrir hendi. Þeir þurfa aðeins að sjúga hana til sín úr andrúmsloftinu.
Nema við náum að blása henni í burtu.

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst