Undir grun
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 26.02.2009 | 05:57 | Robert | Lestrar 322 | Athugasemdir ( )
Aðalfrétt
gærdagsins, á eftir ruglinu í Davíð, var sú að Gunnar Örn Kristjánsson
sagði af sér sem stjórnarformaður Kaupþings þess nýja eftir aðeins tvo
daga í starfi. Að sögn sagðist hann ekki hafa tíma til starfans en það
er bara léleg afsökun sem engin tekur mark á. Viðskipti hans við aðra
núverandi ríkisbanka er auðvitað ástæða afsagnarinnar og ástæðulaust að
vera að þræta fyrir það, hversu vænn maður sem þessi Gunnar kann að
vera. Þetta mál og reyndar fleiri sem hafa komið upp af sama toga á
síðustu mánuðum, vekur hinsvegar upp spurningar um hvort ekki sé komin
tími til að standa með öðrum hætti að ráðningum í opinber embætti og
til starfa hjá ríkinu.Fyrir
utan hæfniskröfur hlýtur nú að þurfa að gera ríkari kröfur til þeirra
sem gegna slíkum störfum, t.d. varðandi hagsmunatengsl, fjölskyldu- og
vinatengsl ásamt öðru því sem getur orkað tvímælis og vakið tortryggni
á störfum viðkomandi. Nú eru aðrir tímar en áður og flestir þeir sem
hafa komið að viðskiptalífinu með einum eða öðrum hætti liggja undir
grun um að hafa eitthvað misjafnt í pokahorninu, flestir að ósekju en
aðrir verðskuldað. Á þeim tímum sem við lifum núna verður því að vanda
hvert skref sem tekið er og reyna eftir fremsta megni að forðast að
skapa óróa eða tortryggni með ráðningum í vandasöm opinber störf. Það
er því spurning um það að mínu mati hvort ekki þurfi að ganga nær þeim
sem ráðast til slíkra starfa, kanna hagi þeirra betur og krefjast meira
af þeim en nú er gert til að koma í veg fyrir slíkt. Það má þó aldrei
ganga svo langt að um einhverskonar gerilsneyðingu verði að ræða og
kröfur gerðar um að ferill umsækjenda um störf hjá ríki og bæ sé eins
og ný straujað lín. Enginn er algjörlega vammlaus enda hlýtur slíkt
fólk að vera hræðilega leiðinlegt. En það verður að fara nýjar leiðir í
þessum málum sem öðrum. Engin spurning um það.
Athugasemdir