Ung stúlka frá KF valin á úrtaksæfingar hjá U-17
sksiglo.is | Íþróttir | 02.03.2011 | 08:00 | Siglosport | Lestrar 579 | Athugasemdir ( )
Kristín Júlía Ásgeirsdóttir hefur verið valin til þess að spila tvo leiki um komandi
helgi á úrtaksæfingum hjá U-17 landsliðinu. Leikirnir verða kl.15:00 á laugardaginn í Kórnum og kl. 09:00 í Eglishöll á
sunnudagsmorgun, spilað verður þannig að stelpur fæddar 1995 gegn 1996 árgangi. Kristín er mjög efnileg stúlka sem hefur lagt mikið á sig til að ná þetta langt í sinni íþrótt.
Þetta er ein enn viðurkenning fyrir barna og unglingastarf KF áður
KS og Leiftur því við eigum marga unglinga sem hafa verið valin í
landsliðsæfingar og einnig til að spila með landsliðum fyrir Íslands hönd.
Má þar nefna t.d. Grétar Rafn, Ingimar Elí, Andra Frey, Kristín Júlía og fleiri,
og svo eru Hlynur og Andri Freyr að fara til Bolton í næstu viku á reynslu.
Þetta er glæsilegt hjá ykkur og innilega til hamingju með þetta og þetta á
að hvetja alla þá ungu og efnilegu sem eru i yngriflokkum KF.
Innilega til hamingju með þetta Kristín og gangi þér vel um helgina.
Stjórn KF
Hér eru myndir af Kristínu frá liðnu sumri.
Athugasemdir