Unglingar eru latir og illa upp aldir, heyrist oft sagt.

Unglingar eru latir og illa upp aldir, heyrist oft sagt. Siglo.is hefur hafið samstarf við 10. bekk og íslenskukennara hans. Nemendur munu skrifa greinar

Fréttir

Unglingar eru latir og illa upp aldir, heyrist oft sagt.

Nemendur í 10. bekk.
Nemendur í 10. bekk.
Siglo.is hefur hafið samstarf við 10. bekk og íslenskukennara hans. Nemendur munu skrifa greinar eða fréttir um það sem brennur á þeim því oft finnst þeim sem þeirra hugarefni nái ekki til fjöldans. Siglo.is fagnar þessari samvinnu við unga fólkið og spennandi verður að lesa hvað þeim liggur á hjarta.
Þessa málsgrein "Unglingar eru latir og illa upp aldir, heyrist oft sagt" fengum við nemendur í 10. bekk á ritunarprófi í íslensku í haust. Okkur langar til að leyfa lesendum siglo.is að sjá nokkur sýnishorn af okkar skoðunum. 

-Ég er sko algjörlega ósammála þessu. Unglingar eru alls ekki latir, kannski sumir en langflestir unglingar hér á Sigló stunda íþróttir.

-Auðvitað eru til einhverjir latir unglingar en þeir geta ekki verið mikið latari en foreldrar þeirra og fleira fólk.  Fullorðnir keyra allt, keyra jafnvel í næsta hús. Svo er alltaf sagt við okkur að dröslast út í búð og sagt að við séum svo létt á fæti og svo er sagt að við séum löt. 

-Þetta er ekki satt því unglingar eru bara að þroskast og dafna.  Unglingar þurfa bara ást og umhyggju.

-Ég er sammála, vegna þess að það eru næstum allir unglingar með tölvu á heimilinu. Þessar tölvur hægja á heilum þeirra.

-Mér finnst unglingar í dag vera latari en í gamla daga. Unglingar í gamla daga voru miklu duglegri, byrjuðu t.d. miklu fyrr að vinna. En unglingar í dag eru ekki illa upp aldir. Það er margt sem unglingar í dag eru að gera gott, t.d. er ekki mikið um reykingar og áfengi. 

-Þessi málsgrein á við marga unglinga en ekki alla.  Við eigum það stundum til að nenna ekki hlutum en það er ekki alfarið okkur að kenna heldur eru miklar hormónabreytingar í gangi á unglingsárunum og það getur haft áhrif á skap okkar og hegðun.  Í gamla daga var uppeldið mjög strangt og ef að þú hagaðir þér ekki vel þá varstu þér og fjölskyldu þinni til mikillar skammar. 

-Þetta fer líka eftir því hvernig heimilisaðstæður eru. Ef t.d. foreldrarnir eru sjálfir latir og ekki að standa sig í foreldrahlutverkinu þá eru mjög miklar líkur á því að barnið nenni ekki neinu.  Á sumum heimilum skipta foreldrar húsverkunum á milli fjölskyldumeðlima, það er mjög gott því þá læra börnin að taka ábyrgð á heimilinu.
Margir unglingar hjálpa til við eldamennsku heima hjá sér. Ég kalla það ekki leti.

-Það getur vel verið að unglingar séu latir en það er algjör óþarfi að segja að þeir séu illa upp aldir. Þessir snillingar sem segja þetta hljóta að átta sig á því að þeir voru einu sinni unglingar og eldra fólk talaði örugglega svona um þá líka.

-Mér finnst það bara vera fordómar að kalla unglinga lata. Sumir eru það kannski en alls ekki allir og eiga duglegu unglingarnar það skilið?

-Hér á Sigló er ekki mikið um lata eða illa upp alda unglinga og nánast allir æfa íþróttir. 

-Fólk sem hefur sagt þetta ætti að líta í eigin barm. Allir þeir sem eru fullorðnir núna voru nefnilega unglingar einu sinni og ég er alveg fullviss um að þeir hafi gert einhverja vitleysu þegar þeir voru á okkar aldri. Örugglega hefur einhver sagt það sama við þá og okkur (að unglingar séu latir og illa upp aldir).

-Sumir unglingar eru latir en alls ekki allir. Þó svo að við séum ekki að gera það sama og unglingar í gamla daga, þ.e. að salta, smíða þá eru samt margir unglingar sem vilja hjálpa foreldrum sínum, ömmum og öfum eða vera í sveit.  En aftur á móti eru til strákar sem neita því að hjálpa elskulegu ömmu sinni eða afa sínum af því að þeir nenna því ekki.  Mér finnst lélegt að segja nei við ömmu sína og afa ef þau biðja um hjálp og við foreldra sína en ef að þeir segja að maður fái þá ekki Playstation 3 í afmælisgjöf þá gera þeir allt til að hjálpa þeim við heimilisstörfin. 

-Oft er talið að því betra uppeldi því betri einstaklingur. En það er ekki alltaf rétt því að margir hverjir sem eru vel upp aldir gera oft mjög stór mistök. Ef að unglingum á að vera úthlutað eitthvert ábyrgðarstarf þá þarf fyrst að kenna þeim það.



Kveðja nemendur í 10. bekk Grunnskóla Siglufjarðar.

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst