Upphitunarganga laugardaginn 7. júní

Upphitunarganga laugardaginn 7. júní Gestur og Hulda ætla að fara í svokallaða upphitunargöngu fyrir sumarið. Farið verður laugardaginn 7. júní og mæting

Fréttir

Upphitunarganga laugardaginn 7. júní

Mynd/Gestur Hansson
Mynd/Gestur Hansson
Gestur og Hulda ætla að fara í svokallaða upphitunargöngu fyrir sumarið. Farið verður laugardaginn 7. júní og mæting er klukkan 10:00 við skíðaskálann í Skarðsdal. Áætlað er að ganga út Siglufjarðarfjöllin og koma niður í Hvanneyrarskál.

Þar sem meirihluti leiðarinnar er genginn á snjó þarf að vera vel útbúinn til fóta, með legghlífar og góðan skóbúnað og gott er líka að vera með göngustafi.

Nauðsynlegur búnaður:

Sólarvörn og sólgleraugu ef það verður sól.
Smá nesti í bakpokann er æskilegt og svo þarf að hafa í huga að gott er að hafa með sér skel eða annað sem gott er að fara í ef fer að blása.

Áætlaður göngutími er 4-5 klukkustundir og gangan er ókeypis.
gestur

 

Gestur og Hulda benda þeim sem ætla að taka þátt í fjallgöngunni á síðuna mfbm.is sem er síða fyrir styrktarfélagið " Meðan fæturnir bera mig"  Safnað er áheitum fyrir langveik og/eða fötluð börn. 

Farið er inn á síðuna www.mfbm.is/, smellt á flipann "skráning" þá kemur upp "skráning í víðavangshlaup á Siglufirði" .
Vonandi taka sem flestir þátt, bæði í víðavangshlaupinu og í fjallgöngunni og styrkja þetta góða málefni.



Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst