Úr hálsliđ

Úr hálsliđ Ţessi ákaflega sérstaka smáfrétt frá árinu 1934 ber ţađ međ sér ađ hafa ratađ inn á "Lífiđ á Sigló" hér á árum áđur, enda ţykist ég kannast viđ

Fréttir

Úr hálsliđ

Þessi ákaflega sérstaka smáfrétt frá árinu 1934 ber það með sér að hafa ratað inn á "Lífið á Sigló" hér á árum áður, enda þykist ég kannast við fingraförin hans Steingríms neðst til hægri á úrklippunni.

leó

Líklega hef ég séð hana og skoðað vel og vandlega á sínum tíma, enda fylgst býsna vel með siglfirskum miðlum hin síðari ár, hvort sem þeir eru á prenti eða vef. En það eru þessir hugrænu lágþokubakkar sem framkalla fyrningar minninganna og ég rak því upp stór augu þegar ég rakst á hana (aftur) á nýlegu netflakki.

Það sem ég staldraði við að þessu sinni var nafnið "Magnús Nordal" sem mig minnir að ég hafi áður séð titlaðan verkstjóra frá Siglufjarðarárum sínum, en hvar eða við hvað veit ég ekki.
 
Eftir að hann flutti suður sem gæti vel verið skömmu fyrir 1940, mun hann hafa starfað mikið fyrir Þjóðræknisfélagið. Það dúkkaði líka upp í kollinum á mér að hann mun hafa byggt húsið að Hverfisgötu 11 sem til að byrja með var skráð sem Lindfargata 20c þar sem það kom á undan götunni sem það stendur við. Hann bjó á efri hæðinni í einhver ár, en seldi hana Baldvin Þ. Kristjánssyni þegar sá maður flutti suður á mölina. Baldvin sem vann síðar mikið fyrir klúbbana "Öruggur akstur" syðra, bjó þar um tíma en seldi þá afa mínum og nafna hæðina einhvern tíma á árabilinu 1947-48.
 
Afi og amma sem framan af höfðu búið á neðri hæðinni rétt eins og núverandi eigandur (Tryggvi Sigurjónsson og Erla Hlífarsdóttir síðan 1996 ef ég man rétt) fluttu þá upp, en seldu þá Jóhanni Möller og Helenu Sigtryggsdóttir neðri hæðina.
 
Verulegar líkur eru á að slysið sem um getur í fréttinni hér að ofan hafi átt sér stað á Brekkunni á Sigló, eða nánar tiltekið í húsi númer 11 við Hverfisgötu.

leóHús númer 11. við Hverfisgötu
 
Skrifað af LRÓ.
 
Fengið af heimasíðu Leós : http://leor.123.is/

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst