Út í Kompunni, Alþýðuhúsinu

Út í Kompunni, Alþýðuhúsinu Margrét H. Blöndal opnar sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 10. júní 2014, kl. 17.00. Boðið er uppá

Fréttir

Út í Kompunni, Alþýðuhúsinu

Margrét H. Blöndal opnar sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 10. júní 2014, kl. 17.00.

Boðið er uppá léttar veitingar og allir velkomnir.

Sýningin stendur til 2. júlí.

 

 

ÚT er innsetning unnin beint í Kompu Alþýðuhússins á Siglufirði en þar hefur 

Margrét dvalið undanfarna viku.  

 

Setur á varir stút 

kytra verður hvelfing 

eitt eilífðarinnar æðablik 

ÚT

 

Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og að auki í Mason Gross School of Arts í Rutgers háskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum þaðan sem hún útskrifaðist árið 1997. Hún hefur undanfarin ár haldið einkasýningar í Galerie Thomas Fischer, Berlín, Listasafni Reykjavíkur, Fort Worth Contemporary Arts í Texas í Bandaríkjunum,  Mother´s Tankstation í Dublin á Írlandi og í galleríi Nicolas Krupp í Basel í Sviss. Margrét átti verk á hinni alþjóðlegu stórsýningu Manifasta 7 á Ítalíu árið 2008 og tók þátt í Momentum tvíæringnum í Moss, Noregi árið 2011. Hún var tilnefnd til Sjónlistaverðlaunanna tvisvar sinnum og hefur hlotið viðurkenningar úr sjóði Richards Serra, Guðmundu S. Kristinsdóttur og Laurenz Haus Stiftung í Sviss

 

Kompan er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 eða þegar skiltið er úti.  Einnig eftir samkomulagi við Aðalheiði í  síma 865-5091.


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst