Útgáfutónleikar hjá Tóta kennara!
Ég hljóp út frá Hundi í óskilum á Allanum til að reyna að ná tónleikunum hjá Tóta (Þórarinn Hannesson) , en kom of seint.
Þessi frægi maður var upptekin við að árita og selja nýjustu skífuna sína. Þá fimmtu í röðinni, með heitið ”Á fornum slóðum”.
Skil ekki hvernig í ósköpunum þessi maður finnur tíma til að semja lög og texta, taka þetta upp, svona rétt á milli þess sem hann er að kenna, búa til börn, stofna Ungmennafélag, gefa út gamansögur og stofna Ljóðasetur....... gleymdi ég einhverju ?
Tóti var svo upptekin við að sinna aðdáendum sínum að ég talaði bara við konuna hans, hana Stínu. Ég tók það að mér að þakka henni fyrir hönd allra Siglfirðinga að hafa lokkað þennan eðalmann frá ”Búðarvík” hingað til okkar á Sigló.
"Minglaði" smá stund þarna í Ljóðasetrinu og tók nokkrar myndir af þessu fræga og fagra fólki sem þarna var til að samfagna Tóta.
Steindór kvæðamaður að ræða við skáldið og konan á bakvið mannin í bókstaflegri meiningu
Páll Helgason, frægasta núlifandi skáld Siglufjarðar
Ella, hin síunga tengdamóðir Tóta á tali við Magnús.
Athugasemdir