Vaðlaheiðargöng líklegast opnuð í árslok 2014
n4.is | Norðlenskar fréttir | 10.03.2011 | 10:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 399 | Athugasemdir ( )
Stofnfundur Vaðlaheiðarganga hf. var haldinn á Akureyri í gær 9. mars.
Félagið mun annast gerð Vaðlaheiðarganga og er í eigu Vegagerðarinnar, sem fer með 51% hlut og Greiðrar leiðar ehf. sem fer fyrir 49%.
Forvalsgögn eru nánast tilbúin og verða send út fljótlega. Áætlað er að bjóða út verkið í vor. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í haust og að þeim ljúki og göngin opni fyrir árslok 2014.
Vaðlaheiðargöngin verða 7,5 km löng með vegskálum beggja vegna, og munu stytta Hringveginn um 16 km.
Athugasemdir