Vaðlaheiðargöng líklegast opnuð í árslok 2014

Vaðlaheiðargöng líklegast opnuð í árslok 2014 Stofnfundur Vaðlaheiðarganga hf. var haldinn á Akureyri í gær 9. mars. Félagið mun annast gerð

Fréttir

Vaðlaheiðargöng líklegast opnuð í árslok 2014

Frá undirskriftinni í gær.Mynd: www.vegagerdin.is
Frá undirskriftinni í gær.Mynd: www.vegagerdin.is

Stofnfundur Vaðlaheiðarganga hf. var haldinn á Akureyri í gær 9. mars.
Félagið mun annast gerð Vaðlaheiðarganga og er í eigu Vegagerðarinnar, sem fer með 51% hlut og Greiðrar leiðar ehf. sem fer fyrir 49%. 

Vonast menn til að framkvæmdir hefjist í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður er 10,4 milljarðar króna.

Forvalsgögn eru nánast tilbúin og verða send út fljótlega. Áætlað er að bjóða út verkið í vor. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í haust og að þeim ljúki og göngin opni fyrir árslok 2014.

Vaðlaheiðargöngin verða 7,5 km löng með vegskálum beggja vegna, og munu stytta Hringveginn um 16 km.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst