Vanhugsað að loka Siglufjarðarflugvelli
Það má ekki vanmeta verðmæti gamalla samgöngumannvirkja sem geta gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu hnignandi samfélaga. Þetta segir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði. Hann gagnrýnir þær hugmyndir að loka flugvellinum þar. Svo hefst grein á fréttavef RÚV.
Isavia kynnti á síðasta ári þá ákvörðun að loka flugvellinum á Siglufirði í hagræðingarskyni. Flugbrautin
þar er mjög illa farin og ekki verður veitt fé í endurbætur. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa ákvörðun. Rætt
hefur verið við Isavia um að endurskoða hana.
Róbert Guðfinnsson athafnamaður er einn þeirra sem telja misráðið að loka flugvellinum. Hann geti gegnt miklu hlutverki við eflingu
ferðaþjónustu og aðra uppbyggingu í sveitarfélaginu. „Ég veit ekki til þess að þeir hjá Isavia hafi lagt sig fram við
að skilja hver er framtíðarsýn þeirra sem eru að vinna að umbreytingaverkefnum í samfélaginu. Heldur taka þeir þessa einhliða
ákvörðun til að spara 5 milljónir á ári."
Þarna vanti alla framtíðarsýn og verðmæti svona mannvirkja megi ekki vanmeta. Þess vegna sé afar miðsráðið að láta til
dæmis flugvelli drabbast niður, eins og gert var á Siglufirði.
„Og þegar þeir eru orðnir þannig, að það kostar orðið stóra peninga að laga þá, þá mæta menn og segja:
„Heyrðu, við viljum bara loka þessu." Þá hlaupa menn til, lítt skoðað, og oft með Reykjavíkurhugsun og í einhverjum sparnaði.
Ég veit ekki hvað menn voru að spara fyrir þessar 5 milljónir, sennilega til að endurnýja kaffihús suður á Keflavíkurflugvelli," segir
Róbert.
Ljósmynd: Þórgunur Oddsdóttir
Athugasemdir