Veðurfar á Sigló

Veðurfar á Sigló Íbúar Fjallabyggðar hafa ekki komist hjá því að finna fyrir hinu óvenju rysjótta veðratímabili sem gengið hefur yfir svæðið undanfarnar

Fréttir

Veðurfar á Sigló

Strákafjall og nágrenni. Myndir: (sk)
Strákafjall og nágrenni. Myndir: (sk)
Íbúar Fjallabyggðar hafa ekki komist hjá því að finna fyrir hinu óvenju rysjótta veðratímabili sem gengið hefur yfir svæðið undanfarnar vikur og mánuði.

Þar sem skipst hefur á ekki aðeins „skin og skúrum“ eins og nefnt er í  þekktu máltæki, heldur hafa skollið á svartir hríðarbyljir, skafrenningur, bleytuhríð, rigning,  heiðskíra og sól á einum og sama deginum og fjölbreytt veður nánast dag hvern.

Í gærmorgun var raki í lofti og sunnan nepja 8-10 ms, en gærkveldi klukkan 9 (8. apríl) var vindur hægari og 12 °C  hiti.

Myndin hér fyrir ofan sýnir það sem eftir er af snjó í vesturfjöllunum á Siglufirði.

En myndir sem sjá má HÉR sýna veður og snjóalög Hólshyrnunnar og nágrennis, frá 1. – 8. apríl.

Í Ljósmyndasafni Siglufjarðar eru til myndir sem teknar hafa verið frá sama sjónarhorni, nánast hvern dag mörg undanfarin ár.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst