Veggjalistamenn á Siglufirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 12.08.2010 | 18:40 | Bergþór Morthens | Lestrar 777 | Athugasemdir ( )
Hópur ungra veggjalistmanna vinnur nú að nokkrum veggverkum hér og þar um bæinn og eru verkin óðum að taka á sig mynd. Hópurinn hefur vakið nokkra athygli í bænum og margir forvitnir um hvað þau eru að gera.
Hópurinn fékk fyrr í sumar um milljón króna styrk frá samtökunum Evrópa unga fólksins. Styrkinn fengu þau fyrir að fara í hringferð um landið og kynna veggjalistina.
Fréttamaður siglo.is er búinn að fylgjast með hópnum undanfarna daga og kemur ítarlegri frétt hér á síðuna þegar verkin eru komin lengra á veg. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og um að gera fyrir áhugasama að kíkja á listamennina og fræðast nánar um veggjalistina.
Hópurinn fékk fyrr í sumar um milljón króna styrk frá samtökunum Evrópa unga fólksins. Styrkinn fengu þau fyrir að fara í hringferð um landið og kynna veggjalistina.
Fréttamaður siglo.is er búinn að fylgjast með hópnum undanfarna daga og kemur ítarlegri frétt hér á síðuna þegar verkin eru komin lengra á veg. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og um að gera fyrir áhugasama að kíkja á listamennina og fræðast nánar um veggjalistina.
Athugasemdir