VEGLEG AFMÆLISGJÖF TIL SKÓGRÆKTARFÉLAGS SIGLUFJARÐAR

VEGLEG AFMÆLISGJÖF TIL SKÓGRÆKTARFÉLAGS SIGLUFJARÐAR Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí, var tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar og

Fréttir

VEGLEG AFMÆLISGJÖF TIL SKÓGRÆKTARFÉLAGS SIGLUFJARÐAR

Skógræktin í Skarðsdal
Skógræktin í Skarðsdal

Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí, var tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar og Skógræktarfélagi Íslands vegna formlegrar opnunar skógarins í Skarðdal á Siglufirði í tengslum við verkefnið "Opinn skógur". Þann 14. ágúst nk. er fyrirhuguð athöfn tengt þessu verkefni og um leið verður fagnað 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar.
Erindi skógræktarfélaganna var í þremur liðum og lagði bæjarstjóri Fjallabyggðar fram tillögur við hvern þeirra sem voru eftirfarandi:

1. Vinnuflokkur frá Skógræktarfélagi Íslands verður að störfum í skóginum í tvær vikur og óskað er eftir liðsinni að hýsa hann og fæða.
Tillaga: Bæjarsjóður styrkir Skógræktarfélag Siglufjarðar um 200 þús. kr. vegna þessa verkefnis.

2. Óskað er eftir lagfæringu tengivegar og bílastæðis.
Tillaga:
a) Bæjarstjóri hefur haft samband við Vegagerðina um nýtt rimlahlið og lagfæringu á tengingu við Skarðdalsveg. Sótt verður um fjármuni til verkefnisins í haust og verður það framkvæmt á næsta ári, ef fjárveiting fæst samþykkt.

b) Ósk er um að fjölga þurfi bílastæðum innan afgirts svæðis Skógræktarfélagsins.
Tillaga: 
Bæjarráð veitir 1.5 mkr. til verkefnisins, sem verður framkvæmt af Fjallabyggð og færist sem afmælisgjöf bæjarfélagsins til Skógræktarfélagsins.

3. Óskað er eftir þátttöku bæjarfélagsins í afmælishátíðarhöldunum þann 14. ágúst kl. 14.00.
Tillaga:
Lagt er til að bæjarráð styrki kostnað við hátíðarhöldin um 200 þús. kr.

Bæjarráð samþykkti tillögur bæjarstjóra en lögð var áhersla á að sótt verði um styrki á auglýstum umsóknartíma.

Um verkefnið Opinn skógur má lesa um á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, www.skog.is  en þar stendur m.a. "að markmiðið með verkefninu er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opin skóg til áningar, útivistar og heilsubótar".

Frétt tekin frá heimasíðu Fjallabyggðar


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst