Veiðvörurnar í SR-búðinni

Veiðvörurnar í SR-búðinni Vorboðarnir koma einn af öðrum og í SR-byggingarvörum eru stangveiðivörurnar komnar. Að sjálfsögðu voru menn strax komnir til

Fréttir

Veiðvörurnar í SR-búðinni

Vorboðarnir koma einn af öðrum og í SR-byggingarvörum eru stangveiðivörurnar komnar.

 
Að sjálfsögðu voru menn strax komnir til þess að tékka á því nýjasta og heitasta í veiðivörum fyrir sumarið.
 
Gulli Stebbi missti sig af ánægju með það að farið væri að selja flottar veiðivörur í bænum. Hann þukklaði, þreifaði, káfaði á og mátaði eiginlega allt sem í boði var á staðnum.
 
Ég man reyndar ekki eftir því að það hafi verið seldar góðar veiðivörur í bænum síðan Aðalbúðin var með veiðivörurnar í gamla daga en það gæti verið alveg kolvitlaust hjá mér. Þá smellti ég mér í Aðalbúðina sirka 10 ára gamall og keypti fluguveiðistöng sem var líklega 7 sinnum stærri en ég sem ég réð lítið sem ekkert við en mikið hrikalega var ég ánægður með nýju veiðistöngina.
 
Svo sýndi Ægir Bergs mér nýjasta heftið af Prjónablaðinu Ýr og Vettlingablaðinu held ég að það heiti sem var bara alveg hreint ljómandi skemmtilegt að fletta í gegn.
 
En allavega er orðin full búð af allskonar veiðivörum hjá þeim í SR-búðinni á mjög góðum prís og alveg þess virði að kíkja við og skoða.
 
veiðivörurHér eru miklar pælingar hjá Gulla og Magga í SR.
 
veiðivörurHér er Gulli að prufa nýja týpu af veiðigleraugum sem eiga að nema hreyfingu fisks undir yfirborðinu og gefa veiðimanni merki um staðsetningu fisks.
 
veiðivörurVöðlur, vesti, húfur, grifflur í öllum stærðum og gerðum.
 
veiðivörurTöskupælingar.
 
veiðivörurHér er Ægir svo með Vettlingabókina sem hann hefur lesið spjaldanna á milli.
 
veiðivörurHér er svo Ægir með Prjónablaðið Ýr og Gulli með veiðihjól.
 
Meira af myndum hér.

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst