Veislan í Viðey, Bókasafn Fjallabyggðar

Veislan í Viðey, Bókasafn Fjallabyggðar Í sjónvarpsþættinum Landanum í gær var umfjöllun um „Veisluna í Viðey“ þar sem Jörundur hundadagakonungur sat

Fréttir

Veislan í Viðey, Bókasafn Fjallabyggðar

Í sjónvarpsþættinum Landanum í gær var umfjöllun um „Veisluna í Viðey“ þar sem Jörundur hundadagakonungur sat höfðinglega veislu. Þessi veisla mun hafa verið árið 1809 og var meðal annars eldaður RAUÐGRAUTUR handa veislugestum. Þessi sami rauðgrautur var svo eldaður í þættinum í gær. Uppskrift af þeim rauðgraut var fenginn úr bókinni „Einfalt matreiðslukver fyrir heldri manna húsfreyjur“.

Bókasafn Fjallabyggðar á að sjálfsögðu þessa bók og enn betra en það. Við eigum upphaflegu bókina sem gefin var út árið 1800 af Frú Assessorinnu Mörtu Maríu Stephensen. og má til gamans geta þess að eiginmaður hennar Stefán Stephensen biður í bókinni, lesendur afsökunar á orðfæri og stíl kversins.

 

Þeim sem líta vilja þennan dýrgrip augum er velkomið að kíkja á safnið og æfa sig í að lesa gotneskt letur. Það verður að játast að þeirri sem þetta skrifar gengur það ekkert of vel og því gott að hafa báðar útgáfurnar það er frá árinu 1800 og árinu 1998 við hendina.

Hér er svo bein slóð inn á færsluna og fleiri myndir á facebook síðu bókasafnsins. Sjá hér.

Myndir og texti : Hrönn Hafþórsdóttir


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst