Vel sóttur fundur um ferðaþjónustu
Opinn fundur um ferðaþjónustu í boði Arion banka var vel sóttur á Siglufirði í dag.
Á milli 40-50 manns víðs vegar að úr atvinnulífinu mættu á Hótel Sigló til að fræðast um vöxt ferðaþjónustu, um stafræna markaðssetningu og helstu tól og tæki til markaðssetningar á netinu.
Á fundinum fór Konráð S. Guðjónsson frá Greiningardeild Arion banka yfir stöðu ferðaþjónustu á Íslandi og svo tók Stefán Jökull Stefánsson til máls og fór yfir markaðssetningu í víðu samhengi.
Að sögn Oddgeirs Reynissonar útibústjóra Arion banka á Siglufirði var ákveðið að bjóða hagsmuna aðilum í ferðaþjónustu frítt upp á þessa fræðslu og renna frekari stoðum undir vöxt ferðaþjónustu á Tröllaskaga.
Var augljóst að fundargestum líkaðu þessar upplýsingar vel og var mikið spurt út í markaðssetningu á netinu. Ekki er vafi á að þessar upplýsingar eiga eftir að koma að góðu gagni fyrir Fjallabyggð.
Vel sóttur fundur á Sigló Hótel í boði Arion banka
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir