Verkefnið Reitir kemur á Sigló.
sksiglo.is | Afþreying | 04.07.2013 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 492 | Athugasemdir ( )
Innsend frétt.
Verkefnið Reitir býður 30 einstaklingum viðsvegar að úr heiminum til
Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með
því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum
verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.
Reitir standa yfir í 10 daga en 14. júlí getur almenningur séð og
upplifað hin fjölbreyttu verkefni viðsvegar um bæinn. Ahugið! Aðeins þessi eini opnunardagur.
Frekari upplýsingar má nálgast á reitir.com eða í síma 823-6286.
Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings og Evrópa unga
fólksins.
Athugasemdir