Vetraræfing á malarvellinum
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 20.02.2010 | 07:00 | | Lestrar 531 | Athugasemdir ( )
Það hefur sennilega yljað mörgum að sjá knattspyrnumenn æfa á malarvellinum aftur en það var einmitt raunin seinnipartinn í gær. Meistaraflokkur KS æfði á vellinum og gaman var að heyra hlátrarsköll og sjá íþróttafólk á vellinum aftur.
Nú fer sennilega að styttast í að íbúðarhús rísi á vellinum sem var einn erfiðast heimavöllur að sækja og oft hræddust aðkomulið að mæta því heimamenn voru studdir dyggilega af æstum áhorfendum og stundum kom það fyrir að blessaður dómarinn þurfti fylgd til búningsklefa. Það er dapurleg staðreynd að íþróttavöllurinn hafi verið látinn drabbast niður í það sem hann er í dag.
Myndir frá snjóboltaæfingunni HÉR
Athugasemdir