Vetrarfríin að byrja og flottur nýr snjór í Skarðinu

Vetrarfríin að byrja og flottur nýr snjór í Skarðinu Sarðsprinsinn var í ESSINU sínu í morgun þegar við heyrðum í honum enda gnægð af nýjum snjó til að

Fréttir

Vetrarfríin að byrja og flottur nýr snjór í Skarðinu

Af Bungutopp
Af Bungutopp

Sarðsprinsinn var í ESSINU sínu í morgun þegar við heyrðum í honum enda gnægð af nýjum snjó til að leika sér í. Heyra mátti á honum að hann hafði dansað snjódansinn síðustu daga og var nú í fjallinu að búa til engla, svo hamingjusamur var hann með færið sem nýföllnum snjónum fylgir. Að sjálfsögðu verður opið í dag enda frábært veður og 25cm af nýföllnum snjó.

Egill segir að verið sé að skoða með göngubrautina á Hóli en allur snjór fór af láglendinu í hlákunni síðustu daga, blssunarlega bætist þó fljótt í og er veðurútlit gott næsu daga, suðaustan átt sem er það besta sem gerist í Skarðinu. 

Í dag er síðan verið að taka nokkur skot úr ættinum Ófærð uppí fjalli svo við byðjum gesti að taka tillit til þess, það gæti orðið pínu tafir á að komast að í skíðaskálanum en þau verða hjá okkur fram að kvöldmat.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst