Vettvangsferð miðstigs Grunnskóla Fjallabyggðar
Síðastliðinn föstudag, þann 11. desember fóru grunnskólanemar 5, 6 & 7. bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar vettvangsferð og heimsóttu bæði fyrirtæki og stofnanis hér á Sigló ásamt kennurum sínum, þeim Marín Gústafsdóttur og Ólöfu Krístínu. Krakkarnir kíktu meðal annars í Síldarminjasafnið, Ljóðasetrið og síðan á Sigló Hótel. Á hótelinu fengu þau skoðunarferð, heitt súkkulaði og smákökur áður en ferðinni var áfram haldið á Allann í hádegismat!
Tíðindaritari varð þess heiðurs aðnjótandi að fara með krökkunum í skoðunarferð um hótelið. Voru krakkarnir mjög áhugasöm og kom það tíðandaritara á óvart hvað þau voru með mikið "peningavit". Spurðu þau allskonar spurninga, bæði um hvað það kostaði að gista á herbergjum hótelsins, verðlagningu málsverða og svo byrjuðu þau að semja!
Tíðindaritari hafði ekki við að svara þeim spurningum sem krakkarnir höfðu og endaði þetta þannig, að tíðindaritari gaf sig. Samningaviðræðurnar enduðu þannig að börnunum leist svo vel á allt sem þau sáu, að þau ætluðu að slá í púkk og kaupa svo allt hótelið á eina milljón J
Athugasemdir