Viðbrögð við jarðskjálftum - hvað getur þú gert?
Á þeim áratug sem ég hef starfað í tengslum við almannavarnirhafa orðið miklar framfarir og ekki síst á liðnum árum. Viðbragðsaðilar eru mun betur meðvitaðir um hlutverk sitt og eins er samhæfing þeirra skipulagðari í viðbrögðum á neyðartímum. Búið er að móta áfallaskipulag á landsvísu og hafa viðbragðsaðilar útbúið ýmislegt fræðsluefni sem gott er að grípa í ef á þarf að halda.
Að mínu mati er ábyrgðin komin of langt frá hinum almenna borgara, fólk bíður eftir því að opinberir aðilar gefi fyrirmæli um hvað beri að gera í stað þess að fólk velti því sjálft fyrir sér hvernig það ætli að bregðast við á neyðartímum. Það er margt sem hægt er að gera, forvarnir sem geta skipt sköpum og ef fólk er vel undirbúið getur það minnkað álagið á almannavarnakerfið á neyðartímum.
Athugasemdir