Vinsælar veðurfréttir

Vinsælar veðurfréttir Það kemur mér ekki á óvart að veðurfréttir skuli vera það efni í sjónvarpi sem mest er horft á.  Í Morgunblaðinu í dag er greint

Fréttir

Vinsælar veðurfréttir

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Það kemur mér ekki á óvart að veðurfréttir skuli vera það efni í sjónvarpi sem mest er horft á.  Í Morgunblaðinu í dag er greint frá fjölmiðlakönnun  Capacent-Gallup.  Ný tækni þar sem fólk gengur með tæki á sér sem nemur sjálfvirkt nálæga útsendingu sjónvarps.    Áður fyrr var í könnunum sem þessum fréttir og veður gjarnan mælt saman og því fékkst ekki raunhæf mæling á veðurfréttunum.

Í vikunni 7. til 13. sept. horfði yfir fjórðungur landsmanna á veðurfréttir sjónvarps, fleiri en á nokkurt annað efni Sjónvarpsins.  Á Stöð 2 nýtur veðrið líka mikilla vindælda (12,2%), en fréttirnar mælast þó með meira áhorf þar.
Picture 209
Sjónvarpsveðrið hefur tekið hægfara breytingum til batnaðar síðustu árin.  Fyrst eftir að Kastljósið kom fram á sjónarsviðið var af dagskrárstjórum Sjónvarps lögð á það áhersla að veðrið væri fyrir í dagskránni, skyggði á Kastljósið og fjöldi manna mundi skipta um stöð á meðan veður væri í loftinu.  Því var þeim tilmælum beint til veðurfræðinganna að ljúka sér nú af í snarhasti og bíða með allar útskýringar þar til  eftir fréttirnar kl. 22 (sem er ömurlegur tími ef horft er til þjónustuhlutverks).  Vægi fyrri veðurfréttatímans hefur hins vegar verið að aukast upp á síðkastið, kannski vegna þess einmitt að mælingarnar hafa sýnt fram á vinsældir efnisins.  Nú er Kastljósið, sjálft akkeri Sjónvarps, komið undir veðurfréttirnar í áhorfi.  Leiða má að því líkur að áhorfið á Kastljósið væri talsvert minna ef væri ekki fyrir vinsælan dagskrárlið strax á undan !!

Á Íslandi erum við mjög háð veðri, það hefur lítið breyst, þó svo að vægi veðurháðra atvinnuvega, s.s. sjómennsku og landbúnaðar hafi farið minnkandi.  Þessir mikilvægu atvinnuvegir hafa líka tekið breytingum og tæknin önnur en áður.  Það hefur samfélagið einnig gert, en við höfum áhuga á veðri á annan hátt, m.a. vegna samgangna innanlands.  Fólk er á faraldsfæti landshlutanna á milli, útivera hefur aukist, fólk gengur á fjöll og ferðast um landið.

Á fjölmiðlunum starfar slæðingur af fólki sem er tamt að halda því fram að umfjöllun um veður sé gamaldags; að veðrið höfði sífellt minna til fólks. Það held ég einmitt að sé rangt mat og könnunin staðfestir hið gagnstæða. Sjálfur sé ég það og finn m.a. hér á veðurblogginu og eins þegar ég var fastagestur í morgunútvarpi Rásar 2 hvað umfjöllun um veðrið  hefur einmitt breiða skírskotun út í samfélagið.


 

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst