Vinsamleg ábending til þeirra sem ganga um og nýta landið
sksiglo.is | Afþreying | 01.07.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 657 | Athugasemdir ( )
Vinsamleg ábending til þeirra sem ganga um og nýta landið
Ég fékk beiðni frá fjárbónda sem hefur lent í
því að missa lömb austan megin í firðinum, nánar tiltekið við Selvíkurvita að minna fólk á að ganga vel um landið
okkar. Borið hefur á því að lömb og fé er að festa sig og drepast í bandspottum, girni og öðru sem fólk skilur eftir sig á
þessum stöðum.
Haft er eftir fjárbóndanum að hann hafi lagt leið sína á
staðinn og tínt upp það sem hann sá af bandspottum, girni og öðru rusli.
Einnig vill landeigandi sem á land á þessum slóðum koma því
til skila að menn þurfi að passa upp á að kindur og hestar séu ekki inn á landi sem er í einkaeigu.
Hér sést dautt lamb sem hefur fest sig í bandspotta og drepist.
Athugasemdir