Vítaspyrnukeppni Mumma. Myndir

Vítaspyrnukeppni Mumma. Myndir Á sunnudaginn fór fram vítaspyrnukeppni Mumma. Um 15 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Keppnin var fyrir 12 ára

Fréttir

Vítaspyrnukeppni Mumma. Myndir

Á sunnudaginn fór fram vítaspyrnukeppni Mumma. Um 15 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni.
 
Keppnin var fyrir 12 ára og yngri og voru veitt verðlaun í flokkum 7 ára og yngri. Flokk 8-10 ára og 11-12 ára.
 
Sigurvegarar í flokki 7 ára og yngri voru Agnar Óli (sonur Grétars og Bellu) og Þorri (sonur Ingólfs Magnússonar).
 
Sigurvegarar í flokki 8-10 ára voru Laufey (dóttir Dodda Bjarna málara og Guðnýjar) og Jón Einar (sonur Óla Agnars og Ellu).
 
Sigurvegari í flokki 11-12 ára var Bjartmar (sonur Alla Arnars og Rutar Viðars).
 
Allir fengu bland í poka í lokin.
 
Óskar Þórðarson afhenti Mumma keppnisbúning KF í lok móts fyrir vel unnin störf í þágu barna og unglingastarfs KF og má með sanni segja að Mummi eigi heiðursbúninginn fyllilega skilið því líklega hafa fáir lagt sig jafn mikið fram í barnastarfinu og Mummi.
 
Hér koma nokkrar myndir sem hún Ólöf mín tók fyrir mig þar sem ég var að vinna fyrir hana annars staðar.
 
mummiHér eru keppendur að gera sig klára.
 
mummiÁhorfendur fylgjast spenntir með.
 
mummiÞað var greinilega mikið stuð.
 
mummiSvo var skotið að marki.
 
mummiVerið að reikna út úrslitin.
 
mummiSigurvegarar í flokki 7 ára og yngri. Frá vinstri: Þorri, Agnar Óli og svo Mummi.
 
mummiSigurvegarar í flokki 8-10 ára. Frá vinstri: Jón Einar, Laufey og Mummi.
 
mummiSigurvegari í flokki 11-12 ára. Bjartmar og Mummi.
 
mummiHér er Óskar Þórðarson að afhenda Mumma keppnisbúning KF.
 
mummiOg svo ein mynd af Grétari að tína beztu molana úr nammipokanum.
 
Og svo hellingur af myndum frá keppninni hér.
 
 
 
 
 

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst