Vonlaus þjóð?

Vonlaus þjóð? Nú eru komnar fram upplýsingar um að krónan okkar hafi misst 99,5% af verðgildi sínu á tæpri öld mælt á móti þeirri dönsku. Þetta þóttu

Fréttir

Vonlaus þjóð?

Hermann Guðmundsson
Hermann Guðmundsson
Nú eru komnar fram upplýsingar um að krónan okkar hafi misst 99,5% af verðgildi sínu á tæpri öld mælt á móti þeirri dönsku. Þetta þóttu talsverð tíðindi þótt í stuttan tíma væri. Þarna var komin sönnun þess hvað við værum vonlaus þjóð.

Ef að maður tekur saman almannaróm, kaffistofu og netspjall um okkur sjálf þá virðist vera mjög almenn skoðun að við íslendingar séum ansi aumir. Alla vega þegar maður horfir á eftirfarandi fullyrðingar:

• Íslendingar eru spilltari en aðrar þjóðir
• Stjórnmálamenn eru vita gagnslausir og gerspilltir
• Viðskiptalífið er siðblint og gerspillt
• Stjórnkerfið er lamað og fullt af gagnslausum blýantsnögurum
• Krónan er handónýtur gjaldmiðill
• Verkalýðsforystan er óhæf og valdasjúk
• Samtök atvinnurekenda er hagsmunabandalag gegn almanna hagsmunum
• Verðlag hér er mikið hærra en annars staðar og laun lægri
• Íslenskir bankamenn eru börn og byrjendur í fjármálafræðum
• Eftirlitsstofnanir eru vita gagnslausar og vanhæfar
• Seðlabankinn er alveg vonlaus og það ætti að leggja hann niður

Ég hef stundum verið alveg gáttaður á því hversu viljug við erum í að rífa niður allt það sem við höfum þó byggt upp á síðustu öld með mikilli vinnu og ósérhlífni. Það er talað eins og Ísland sé á bekk með Zimbabwe eða Sómalíu þegar kemur að stjórnarháttum og lífgæðum.

Við síðustu aldamót þá stóð Ísland jafnfætis langflestum þeim löndum sem okkur finnst rétt að bera okkur saman við. Þrátt fyrir að við hefðum gengið í gegnum óteljandi gengisfellingar og fjölmargar kreppur á síðustu öld þá skiluðum við okkur í mark á svipuðum tíma og aðrir. Með ónýtan gjaldmiðil að vopni og óbilandi dugnað í bland við miklar náttúruauðlindir þá stóðum við uppi með einhver bestu lífskjör í heimi.

Síðan er liðinn áratugur, á þessum tíma höfum við lifað hratt og hátt. Lengst af við botnlausan vöxt og ört batnandi kjör sem á endanum skilaði okkur í fyrsta sæti á einhverjum lista sem mælir lífsgæði. Síðan kemur heimskreppa á fjármálamörkuðum og mest af þeim verðmætum sem ekki var innistæða var fyrir skolaði út í hafsauga og eftir stendur raunhagkerfið.

Eftir stendur að Ísland er enn í hópi þeirra ríkja sem bjóða þegnum sínum hvað best lífsgæði og kjörin munu batna aftur hratt á næstu 2-3 árum þótt að við séum ekki endilega að fara gæfulegustu leiðirnar.

Þegar allt það er skoðað sem við höldum fram um okkur sjálf þá má það teljast kraftaverk að við séum stödd á 21.öldinni með þó þetta sterka stöðu. Vissulega eru óleyst verkefni til staðar en í hvaða landi er það ekki raunin?

Það sem ég get alls ekki skilið er það af hverju öðrum þjóðum sem ekki eru með ónýtan gjaldmiðil og vonlausa innviði hefur í engu skilað frammúr okkur nema þá sem sjónarmuni nemur?  


Athugasemdir

04.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst