Vorskemmtun yngri deilda grunnskóla Fjallabyggðar

Vorskemmtun yngri deilda grunnskóla Fjallabyggðar Yngri deildir grunnskóla Fjallabyggðar héldu skemmtilega vorskemmtun í Tjarnaborg á föstudaginn fyrir

Fréttir

Vorskemmtun yngri deilda grunnskóla Fjallabyggðar

Vorskemmtunin. Ljósmyndari Guðný Kristinsdóttir
Vorskemmtunin. Ljósmyndari Guðný Kristinsdóttir

Yngri deildir grunnskóla Fjallabyggðar héldu skemmtilega vorskemmtun í Tjarnaborg á föstudaginn fyrir fullu húsi en um 140 krakkar komu saman með fjölda atriða. Var þar til að mynda sungið lag sem sérstaklega var samið fyrir skólann um einelti.

Skemmtunin hófst með því að allir krakkar úr 1.-7. bekk komu saman og sungu nokkur lög en í kjölfarið kom hver árgangur fyrir sig með eigið atrið sem voru ýmist byggð upp á söng, tónlist eða leik. Atriði sjöunda bekkjar var sérstaklega útfært með broti úr öllum atriðum sem bekkurinn hafði sýnt síðastliðin sex ár, eða frá því í fyrsta bekk.

Sýningin sem hófst klukkan 17:00 stóð yfir í eina og hálfa klukkustund en að henni lokinni gengu gestir út með bros á vör eftir skemmtilega samverustund. Sérlegur fréttaljósmyndari Sigló.is, Guðný Kristinsdóttir var á staðnum og tók fjölda mynda fyrir okkur til að birta. 

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Vorskemmtun grunnskóla Fjallabyggðar 2013

Miklu fleiri myndir hér


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst