Yfir 60 snjóflóð

Yfir 60 snjóflóð Í tignarlegum fjöllunum í austanverðum Siglufirði blasir nú við fólki mögnuð sjón. Varð fréttamanni litið út um glugga sinn í

Fréttir

Yfir 60 snjóflóð

Fjöldi snjóflóða
Fjöldi snjóflóða

Í tignarlegum fjöllunum í austanverðum Siglufirði blasir nú við fólki mögnuð sjón. Varð fréttamanni litið út um glugga í ljósaskiptunum í gærkveldi og taldi yfir 60 snjóflóð í híðum þeirra og inn með Hólshyrnu. 

Þrátt fyrir fjöldann er ekki að sjá að um stór flóð sé að ræða og eflaust mörg þeirra vegna þunnrar slikju nýs snjóalags fyrri nátta. Merkilegt er til að mynda að líta í vesturhlíðar Hóshyrnu en þar er líkt og að stærstur hluti hennar hafi skriðið af stað. Blautar spýjurnar geta verið þungar á þessum tíma og er, eins og ávalt, mikilvægt að fara varlega i hlíðum fjallana um þessar mundir. Á vef Veðurstofunnar segir að líklega muni draga úr hættunni á næstu dögum þegar nýji snjórinn sest betur.


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst