Siglunes

Siglunes Siglunes er landnámsjörð sem Þormóður rammi byggði. Í meira en 600 ár var aðalkirkja á Siglufirði þar og en árið 1614 var hún flutt til

Siglunes

Siglunes. Mynd tekin af www.snokur.is
Siglunes. Mynd tekin af www.snokur.is

Siglunes er landnámsjörð sem Þormóður rammi byggði. Í meira en 600 ár var aðalkirkja á Siglufirði þar og en árið 1614 var hún flutt til Siglufjarðar. Á Siglunesi var einnig þingstaður allra íbúa Sigluneshrepps hins forna. Um aldir var Siglunes ein af mikilvægustu verstöðvum landsins. Sjómenn sóttu þangað til róðra víða að og fluttu í heimabyggðir sínar skreið og hinn fræga Sigluneshákarl.
Viti var reistur á Siglunesi árið 1908. Um 40-50 manns bjuggu á nesinu á fjórða áratugnum og var þá kominn sími ásamt vindrellum, síðar komu díselrafstöðvar. Mikið tjón varð á Siglunesi árið 1934 vegna veðurs og í kjölfarið af því fóru menn að sækja til Siglufjarðar þar sem síldarævintýrið var í fullum gangi. Enginn hefur haft vetursetu á Siglunesi um margra ára bil og lagðist byggð þar af árið 1990.


05.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.