Snjóflóðavarnagarðarnir

Snjóflóðavarnagarðarnir Hafist var handa við byggingu á snjóflóðavarnagarðinum Stóra Bola í Strengsgili á Siglufirði í byrjun júní árið 1998 og lauk

Snjóflóðavarnagarðarnir

Stóri Boli. Mynd: Landslag ehf.
Stóri Boli. Mynd: Landslag ehf.

Hafist var handa við byggingu á snjóflóðavarnagarðinum Stóra Bola í Strengsgili á Siglufirði í byrjun júní árið 1998 og lauk verkinu í september árið 1999. Á garðinum er grjóthlaðinn útsýnispallur og einnig er hægt að ganga upp með garðinum. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt hannaði Stóra Bola og hlaut hann sérstaka viðurkenningu, A Special Mention, þegar Rosa Barbara landslagshönnunarverðlaunin voru veitt í Barcelona árið 2003.
Bygging fimm þvergarða og eins leiðigarðs fyrir ofan bæinn hófst árið 2003 og voru garðarnir vígðir þann 7. júlí árið 2009. Þeir hafa vakið athygli erlendis fyrir það hvernig við Íslendingar bregðumst við óblíðum náttúruöflum með virðingu, en eitt af markmiðum við hönnun garðanna var að þeir féllu sem best að því umhverfi sem fyrir var.
Hægt er að ganga á snjóflóðavarnagörðunum þvert yfir bæinn og njóta útsýnisins sem þar blasir við.


22.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.