Góður endir á Síldarævintýri. MYNDIR

Góður endir á Síldarævintýri. MYNDIR Fréttaritari kom sér fyrir með myndavél á þrífót uppi á varnargörðum rétt fyrir miðnætti, þokuslæðingur læddist inn

Fréttir

Góður endir á Síldarævintýri. MYNDIR

Flugeldar í þoku
Flugeldar í þoku

Fréttaritari kom sér fyrir með myndavél á þrífót uppi á varnargörðum rétt fyrir miðnætti, þokuslæðingur læddist inn með austur fjöllum, það heyrðist vel í fjöldanum sem söng með í Bryggjusöng sem fram fór á milli Rolandsbrakka og Gránu og brennan logaði glatt.

Björgunarskipið Sigurvin kemur síðan fullhlaðinn flugeldum frá Hafnarbryggju með meiri þoku á hælum sér og maður stoð sig af því að hugsa:

"Flýtið ykkur að klára sönginn áður en þokan tekur okkur öll......."

En þetta hafðist allt saman og þokan gleypti bara bomburnar sem fóru mjög hátt, sprungu ofan við þokuna og lýstu hana upp eins og þrumuský.

Í lokin sigldi Sigurvin burt með rautt blys og þá kom þokan og gleypti fjörðinn fagra í stillunni, söngur og gleðihróp heyrðust óma úr miðbænum langt fram á nótt.

Þetta var góður endir á mjög svo flottu Síldarævintýri 2015.

Fólk á leið í Bryggjusöng og brennu, þokan læðist á eftir þeim úr norðurátt.

Stór bomba springur inn í þokunni og lýsir upp allan bæinn.

Flottir flugeldar.

Stundum var þetta eins og að Sigurvin sjálfur væri að springa í tætlur.

Þokan nálgast meira og reykurinn frá flugeldasýningunni blandast í þokuna og myndar draugalegt mistur yfir eyrina.

Sigurvin siglir inn í þokuna með rauð blys og hverfur síðan inn í þokuna, áhorfendur klappa lengi og vel fyrir þessari frábæru flugeldasýningu.

Fólk gengur í bæinn frá flugeldasýningunni, rétt á eftir hverfa allir í þokuna og í stillunni má heyra að margir eru enn að syngja Bryggjulög.

Þokan tekur yfir bæinn. 


Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst