VIÐ HÖFUM ÞAÐ SVO GOTT. Síldarævintýris-myndasyrpa.

VIÐ HÖFUM ÞAÐ SVO GOTT. Síldarævintýris-myndasyrpa. Já, það er ekki hægt að segja annað en að við höfum það gott hér á Sigló. Bóngó blíða og blanka

Fréttir

VIÐ HÖFUM ÞAÐ SVO GOTT. Síldarævintýris-myndasyrpa.

Latibær á Torginu
Latibær á Torginu

Já, það er ekki hægt að segja annað en að við höfum það gott hér á Sigló. 

Bóngó blíða og blanka logn, fólk út um allan bæ, sumir taka það bara rólega og eru að ná sér á strik eftir skemmtun gærdagsins.

Aðrir eru að taka þátt í dagskrá Síldarævintýrsins og það er stutt að ganga á milli atriða enda er þetta allt í miðbænum svo enginn þarf að missa af neinu.

Það voru allir sammála um að þetta hafi hingað til verið mjög skemmtileg helgi, góð skemmtidagskrá og eins og alltaf, gaman að hitta og spjalla við fólk sem maður hefur ekki hitt lengi. 

Hér kemur alveg hellingur af myndum frá Síldarævintýrinu í dag.

Við höfum það svo gott hér í firðinum fagra.

Tveir strákar að veiða, Steini Vigg kemur úr veiðitúr með gesti.

Þessir ungu drengir voru að leika sér með Dróna á tjaldstæðinu á Rammalóðinni, dömunum líst ekkert á þetta.

Dróninn flotti svífandi fyrir framan myndavélina, síðan skaust hann upp í 129 metra hæð og sveif þar og sendi okkur loftmyndir af bæjarlífinu. Eigandi er núna að kenna Drónanum að sækja bjór og snúða í Aðalbakaríið.

Þarna var líka Ljóna-kanínan Lúsý, en hún var mjög upptekin við að borða gómsæta peru.

Mikið Stuð við Torgið, Latibær í heimsókn.

Afi Giggi með tvö barnabörn við húsvagninn sinn og þó að það sé aðeins korters keyrsla heim í austurbæ kemur húsvagninn alltaf með þessa helgi. (Georg Kristinsson) 

Steini Vigg leggur að við Sigló Hótel og Trausti EA á leið inn í smábátahöfnina.

Fólk á snakki við Aðalbakrí

Krakkar að veiða við björgunarskipið Sigurvin.

Krakkar á öllum aldir horfa á skemmtun Latabæjar.

Þessi strákur heitir Haraldur og hann var svo séður að hann tók með sér burðardýr til að sitja hátt á skemmtun Latabæjar. Burðardýrið er besti vinur hans og hlýðir oftast kallinu Doddi og stundum Þórður Þórðarson.

í góðum skjólgarði á Rammalóðinni.

Allt fullt af fólki við Rauðkutorg.

Ein lítil og sæt í ruggustól við Rauðku.

Listamaðurinn Sigurjón Jóhannsson sat yfir verkum sínum í Ráðhúsinu þrátt fyrir blíðuna og lætin úti á Torgi. Siglufjörður og síldin eru hans þema.

Þetta litríka Hoppuborgar-þorp á Blöndalslóð passar vel í okkar litríka bæ.

Hoppað og skoppa á Blöndalslóð.

Rosalega skemmtileg rennibraut.

Setið á spjalli við Hafnarviktinna með Hvanneyraskál í baksýn.

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

27.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst