Húsið við Túngötu 36
sksiglo.is | Fróðleikur | 21.10.2009 | 11:48 | | Lestrar 1743 | Athugasemdir ( )
Í morgun var hafist handa við að rífa húsið við Túngötu 36. Húsið brann illa í byrjun febrúar á þessu ári. Þarna hafa margir dvalið á ævinni, nöfn sem komu upp í huga ljósmyndarans við þessi skrif,
fólk sem honum er í fersku minni frá unglingsárum sínum í hverfinu.
Húsið var byggt árið 1933, hver byggði það veit undirritaður ekki, né hver þar bjó fyrstu árin, en fyrstu kynnin af íbúum þar fyrir og eftir 1940, voru er þá bjuggu þar á neðri hæðinni, Einar Indriðason verkstjóri, kenndur við Pólstjörnuplanið þar sem hann var verkstjóri, þar sem nú er Óskarsbryggja. Kona hans Lovísa og auðvitað börn þeirra hjóna; Indriði Helgi (síðar rafmagnsverkfræðingur, hann fórst í þyrluslysi) og Sigríður.
Ekki er mér í minni fólkið á efri hæðinni, en húsbóndinn mun hafa verið kallaður Gústi.
Um árið 1946 var Fjólmundur Karlsson vélstjóri (síðar á Hofsós) þarna ásamt fjölskyldu búsettur þarna.
Árið 1950 var Kristján Ægir Jónsson vélstjóri og kona hans Þóra Frímannsdóttir komin í húsið ásamt börnum þeirra, Frímanni, Steina, Gylfa og Lýð, og síðar Jónsa, Sigga (Sigurði Ægissyni nú sóknarpresti á Siglufirði) og Matta.
Þóra bjó í húsinu er það brann, aðfaranótt 4. febrúar síðastliðinn (það kveiknaði í út frá nýlegu sjónvarpstæki), en hún er nú á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði.
(sk)
fólk sem honum er í fersku minni frá unglingsárum sínum í hverfinu.
Húsið var byggt árið 1933, hver byggði það veit undirritaður ekki, né hver þar bjó fyrstu árin, en fyrstu kynnin af íbúum þar fyrir og eftir 1940, voru er þá bjuggu þar á neðri hæðinni, Einar Indriðason verkstjóri, kenndur við Pólstjörnuplanið þar sem hann var verkstjóri, þar sem nú er Óskarsbryggja. Kona hans Lovísa og auðvitað börn þeirra hjóna; Indriði Helgi (síðar rafmagnsverkfræðingur, hann fórst í þyrluslysi) og Sigríður.
Ekki er mér í minni fólkið á efri hæðinni, en húsbóndinn mun hafa verið kallaður Gústi.
Um árið 1946 var Fjólmundur Karlsson vélstjóri (síðar á Hofsós) þarna ásamt fjölskyldu búsettur þarna.
Árið 1950 var Kristján Ægir Jónsson vélstjóri og kona hans Þóra Frímannsdóttir komin í húsið ásamt börnum þeirra, Frímanni, Steina, Gylfa og Lýð, og síðar Jónsa, Sigga (Sigurði Ægissyni nú sóknarpresti á Siglufirði) og Matta.
Þóra bjó í húsinu er það brann, aðfaranótt 4. febrúar síðastliðinn (það kveiknaði í út frá nýlegu sjónvarpstæki), en hún er nú á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði.
(sk)
Athugasemdir