Nýr Siglufjörður
sksiglo.is | Almennt | 23.07.2012 | 11:32 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 1109 | Athugasemdir ( )
Búið er að gera nýja útsetningu af laginu Siglufjörður eftir Bjarka Árnason.
Lagið er stundum kallað "þjóðsöngur Siglfirðinga" og hefur oft verið flutt af kórum við ýmis hátíðleg tækifæri.
Siglfirðingurinn Birgir Ingimarsson hjá auglýsingastofunni Taktik hafði frumkvæði að því að ráðist var í að gera nýja útgáfu af laginu.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var fenginn til að útsetja lagið upp á nýtt, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson söng.
Jón Steinar Ragnarsson tók upp myndbandið, og Stefanía Thors klippti.
Róbert Guðfinnsson framleiddi.
Hér er um að ræða frábært framtak sem gaman væri að sjá meira af í framtíðinni.
Hafið bestu þakkir, öll sem tókuð þátt í þessu.
Myndbandið má skoða með því að smella á myndina efst hægra megin hér á síðunni.
Einnig er hægt að skoða það í háskerpu á slóðinni hér fyrir neðan, á youtube síðunni er lítið tannhjól neðan við myndina, þar má stilla upplausnina og með öðrum takka lengra til hægri er hægt að láta myndina fylla skjáinn.
http://www.youtube.com/watch?v=VP6xHczSnMg&feature=youtu.be
GSm.
Athugasemdir