SALTHÚSIÐ! Grunnurinn steyptur fljótlega.

SALTHÚSIÐ! Grunnurinn steyptur fljótlega. Sá loksins að verið var að vinna við byggingu Salthússins við Síldarminjasafnið. Þarna voru eðalsmiðirnir

Fréttir

SALTHÚSIÐ! Grunnurinn steyptur fljótlega.

Salthúsið við Síldarminjasafnið
Salthúsið við Síldarminjasafnið

Sá loksins að verið var að vinna við byggingu Salthússins við Síldarminjasafnið.

Þarna voru eðalsmiðirnir Björn Jónsson og Skúli Jóhannsson að slá upp mótum fyrir grunninn. Þeir voru líka með handlangara strák sem þeir sendu hingað og þangað, bara svona af gamni sínu af því virtist. 

Hva... er þetta svona stórt hús var það fyrsta sem hrökk upp úr mér!  

"Já, þetta er rúmlega 160 fermetra hús, svaraði Bjössi".

"Við megum eiginlega ekki vera að þessu núna og það er brjálað að gera við byggingu Hótel Sunnu, við erum sko báðir þar". Segir Skúli

"En við verðum að vera góðir við Örlyg", sagði Bjössi og hló.

Tók myndir sem sýna lesendum vel staðsetningu og stærð Salthússins.

Bjössi og Skúli í suð-austur horninu á grunninum.

Hér stend ég alveg við norðurhlið Rolandsbrakka og horfi að Bræðsluhúsinu

Meira um Salthúsið og fleira hjá Síldarminjasafninu hér: www.sild.is/frettir 

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst