Stækkun Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 13.12.2012 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 873 | Athugasemdir ( )
Í nóvember unnu starfsmenn Bergs og JE-vélaverkstæðis að því að flytja mikla vélasamstæðu milli gamalla frystihúsa hér í bænum. Ætlunin er að opna nýja sýningu á þessum gömlu frystivélum í sumarbyrjun 2013. Þá verða sýningarhús safnsins orðin fimm að tölu.
Nokkrar myndir sem Anita og Örlygur, starfsmenn Síldarminjasafnsins, tóku fylgja hér á eftir.
Nánari fréttir af þessu máli má finna á heimasíðu Síldarminjasafnsins: http://www.sild.is
Athugasemdir