SKÍÐASVÆÐIÐ Í SKARÐDAL

SKÍÐASVÆÐIÐ Í SKARÐDAL Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí var lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs, dagsett 4. júlí 2015, við erindi Fjallabyggðar

Fréttir

SKÍÐASVÆÐIÐ Í SKARÐDAL

Glaður skíðahópur í Skarðsdal
Glaður skíðahópur í Skarðsdal

Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí var lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs, dagsett 4. júlí 2015, við erindi Fjallabyggðar um aðkomu sjóðsins að færslu á hluta skíðasvæðisins í Siglufirði þar sem skíðaskálinn og byrjendabrekkan eru, samkvæmt mati Veðurstofunnar, á hættusvæði. Í svari Ofnaflóðasjóðs kemur fram að sjóðurinn telur sig ekki hafa lagaheimild til þess og er vísað í 1.mgr. 13.gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem hljóðar svo;

Fé ofanflóðasjóðs, sbr. 12. gr., skal notað til að greiða kostnað við rekstur sjóðsins og ofanflóðanefndar, svo og kostnað við varnir gegn ofanflóðum. Kostnaður við varnir gegn ofanflóðum greiðist sem hér segir:]1) 
1. [Greiða skal allan kostnað við gerð hættumats skv. 4. gr., þ.m.t. kostnað við starfsemi hættumatsnefnda, svo og kostnað við gerð úttektar skv. 4. gr. og við gerð uppdrátta skv. 6. gr.]2)
2. Greiða skal allan kostnað við kaup og uppsetningu á tækjum og búnaði sem sérstaklega er aflað til rannsókna og eftirlits með ofanflóðahættu. Sama gildir um kostnað við rannsóknir sem miða að því að bæta hættumat og hönnun varnarvirkja.
3. Greiða má allt að 90% af kostnaði við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki skv. 1. og 2. mgr. 10. gr.
4. Greiða má allt að 60% af kostnaði við viðhald varnarvirkja skv. 3. mgr. 10. gr.
5. Greiða má allt að 90% af kostnaði við kaup eða eignarnám á húseignum, lóðum eða öðrum fasteignum, svo og af kostnaði við flutning húseigna, skv. 1., 2. og 4. mgr. 11. gr., eftir því sem nánar er fyrir mælt í 14. gr.

Í framhaldi af svari Ofanflóðasjóðs var eftirfarandi bókað í bæjarráði:
Bæjarráð harmar afgreiðslu stjórnar Ofanflóðasjóðs og ljóst er að skíðasvæði Fjallabyggðar í Skarðdal mun verða lokað í náinni framtíð. Veðurstofa Íslands hefur sett fram hættumat á skíðasvæðinu og til að uppfylla það þarf að ráðast í framkvæmdir, þ.e.a.s. vegagerð og færslu á skíðalyftum upp á að minnsta kosti 200 mkr. Það er ljóst að sveitarfélag af þessari stærðargráðu hefur ekki burði til þess að standa undir slíkum framkvæmdakostnaði. Áhugi þeirra sem eiga að véla um þetta mál virðist afar takmarkaður, þ.e.a.s. Vegagerðarinnar og Ofanflóðasjóðs. Það yrði saga til næsta bæjar ef að eitt besta skíðasvæði landsins yrði lokað til frambúðar.

Frétt tekin af heimasíðu Fjallabyggðar: Skíðasvæðið í Skarðsdal

Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842-0089 
 

Tengdar fréttir

Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst