Vígsla Hálslyftu

Vígsla Hálslyftu Sunnudagurinn 9. des s.l. var merkisdagur í sögu skíðasvæðisins í Skarðsdal Siglufirði. Fjórða skíðalyftan, Hálslyfta, var tekin í

Fréttir

Vígsla Hálslyftu

Sr. Sigurður Ægisson ræsir Hálslyftu formlega
Sr. Sigurður Ægisson ræsir Hálslyftu formlega

Sunnudagurinn 9. des s.l. var merkisdagur í sögu skíðasvæðisins í Skarðsdal Siglufirði.  Fjórða skíðalyftan, Hálslyfta, var opnuð við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni á öllum aldri.  Sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur flutti ávarp og bað blessunar Guðs fyrir fólk og búnað á skíðasvæðinu. Veður var með afbrigðum gott, og skíðafæri alveg frábært. 

Vinna við undirbúning og uppsetningu við Hálslyftu hefur staðið í nokkrar vikur og gengið vel.  Með samstilltu átaki allra þeirra sem komu að byggingu lyftunnar er þetta orðið að veruleika.  Þar má helst nefna:  Berg byggingaverktaka, Raffó rafverktaka, JE vélaverkstæði, Bás vinnuvélaverktaka, Rauðkumenn og starfsmenn skíðasvæðisins.

Nú er komin ný lyfta, nýtt þjónustuhús á Bungusvæði, bætt og betri lýsing og skíðabrekkur á svæðinu hafa verið lagfærðar, þannig að nú má með sanni segja að það séu bjartir tímar framundan á skíðasvæðinu í Skarðsdal.

Vefsíða skíðasvæðisins með upplýsingum um opnunartíma o.fl. er: skard.fjallabyggd.is

Fréttamaður siglo.is var á staðnum og tók þessar myndir.

Flaggað við skíðaskálann í tilefni dagsins

Hamingjuóskir

Með kveðju til velunnara svæðisins

Sr. Sigurður Ægisson flutti ávarp og bæn

Hlustað á víxluávarp

Egill skarðsjarl fer auðvitað fyrstur í lyftuna

Yngri kynslóðin fylgir fast á eftir

Allir upp í brekku í nýju lyftunni

Egill fyrstur niður brekkuna

Frábært skíðafæri og veðrið líka


Athugasemdir

30.október 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst