Stórt ættarmót: GÚSTARNIR!

Stórt ættarmót: GÚSTARNIR! Afkomendur Sigríðar Jónsdóttur og Þórarins Ágústs Stefánssonar voru með stórt ættarmót hér á Siglufirði um helgina. Hátt í

Fréttir

Stórt ættarmót: GÚSTARNIR!

Sigríður með alla Gústana sína
Sigríður með alla Gústana sína

Afkomendur Sigríðar Jónsdóttur og Þórarins Ágústs Stefánssonar voru með stórt ættarmót hér á Siglufirði um helgina.

Hátt í 400 manns með mökum, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum komu saman. Það þarf hvorki meira eða minna en allt Hólssvæðið og heilt íþróttahús fyrir þessa stóru ætt. 

Ég tók mynd af stóru plakati sem hékk yfir svalirnar fram á Hóli sem er af ættmóðurinni Sigríði með alla átta "Gústanna" sína. Ættfaðirinn lést ungur frá eiginkonu og börnum en Sigríður kom þeim öllum á legg og urðu þeir þekktir dugnaðarforkar hér í bæ.

Það er einmitt dugnaður og vinnusemi sem mér kemur helst í huga þegar ég hugsa um hverjir eru afkomendur þessa fólks hér í bæ. Mikil kraftur í þessari ætt.

Þeir voru oft kallaðir "Gústarnir" líklega vegna nafn föður síns og einnig vegna þess að allmargir í karllegg heita Ágúst í fornafni eða millinafni.

Þau voru með skemmtilega dagskrá þar sem meðal annas var farið til Héðinsfjarðar og Hreinn Júlíusson hafði tekið saman pistill um sögu ættarinnar sem snéri að búsetu í Hvanndölum og Ámá í Héðinsfirði.

Fólki var skipt í lið eftir tengslum við Gústana, gula liðið vann knattspyrnuleikinn, kvöldverður og dansleikur var síðan haldinn í íþróttahúsinu í norðurbænum.

Ég fékk að vera með smástund og ég tók nokkrar myndir bæði suður á Hóli og í gleðskapnum seinna um kvöldið. 


Gústarnir lögðu undir sig allt nýklippt Hólssvæðið


Baldi Lóu er Gústari! Hér er þetta mikla ljúfmenni að slappa af með frúnni og drekka Sinalco í rólegheitunum.


Sigurjón Erlendsson var í bláa liðinu. Sigurjón er sonur Ella Gústa en Elli var frægur fyrir að sjá okkur Siglfirðingum fyrir góðu vatni í áratugi.


Stutt saga um ljúfmennið og rólyndismanninn hann Ella í vatninu!

Ég var að vinna mörg sumur hjá bænum, kynntist þar eðalmönnum eins og Jóni á Hóli sem kunni allt klóakkerfi bæjarins utan að og Ella Gústa sem kunni allt um vatnsleiðslur og rör í bænum.

Eitt sumar ákveður Elli að hann ætli að taka sumarfrí, kannski eins og eina viku eða svo.
Aðstoðar maður Ella hann Jón tók við vatnsvandræðum bæjarins þessa viku.

Við vorum kallaðir út með Jóni, ég, Stebbi Guggu og Gunni Jör að mig minnir. Stór leki var undir gangstétt norðarlega á Túngötu beint á móti sjoppunni hennar Nönnu Franklín.

Vatnið flæddi undan gangstéttinni,  þarna er bara sandur undir öllu eins og allstaðar á eyrinni og gangstéttin hrundi í holuna."Við verðum að skúfa fyrir vatnið Jón og það á stundinni" öskrum við guttarnir á Jón vatnsvandamálafræðing bæjarins þessa vikuna.

"Það er ekki hægt" segir Jón, "ég veit bara um einn krana upp í Þormóðsbrekku sem getur lokað þessu en þá fer líka vatnið af hálfum bænum og frystihúsinu, það verður allt brjálað ef ég loka á allt saman".

"Þið verðið að hoppa niður í holuna og reyna að finna lekan og lyfta svo rörinu upp.

Andsk...... hugsum við allir þrír en gerum eins og okkur er sagt og stuttu seinna þegar við stöndum bölvandi í ísköldu vatninu upp að brjósti............

Nei men.... birtist ekki Elli Gústa salla rólegur í bláum vinnubuxum og bláum vinnujakka í stíl. Extra hreinn og nýstraujaður galli af því að hann var nú í sumarfríi.

Elli gengur að okkur í holunni og horfir fram og til baka á okkur strákanna skjálfandi í vatninu og Jón aðstoðarmann sinn.

Síðan segir hann hægt og rólega:

"Strákar! Af hverju skrúfið þig ekki fyrir vatnið?"

Hélt síðan áfram: "Það er krani þarna á horninu hjá Sigga Ben, skáhallt á móti Alþýðuhúsinu." 

Við þangað, "grafið hér" sagði Elli og benti með fætinum. Mikið rétt eftir 2 mínútur komum við beint niður á kranann.

Bölvandi öllu í sand og ösku með morð í huga, skrúfuðum við strákarnir fyrir vatnið.

Jón sagði ekki orð en Elli brosti bara og hélt svo bara áfram að vera í sumarfrí í sínum fína vinnugalla.



Gula liðið vann fótbolta mótið og unnu þennan fína "GÚSTA" bikar til eignar


Svaka fjör á ballinu



Hadda með uppáhalds fræ
nda sinn hann Gústa frá Dalvík

Hvað haldið þið svo að hann heiti þessi sýungi maður? Jú, Gústi Stebba Gústa! (Ágúst Stefánsson, smiður, skíðakappi og öðlingur) 

Myndir og texti:
NB

Tengdar fréttir

Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst