Árni Páll með framboðsfund
Árni Páll Árnason frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar hélt fund um framboð sitt í sal verkalýðsfélagsins Einingar í gærkvöldið. Rúmlega tuttugu mans sóttu fundin til að hlusta á málflutning Árna Páls.
Það er ekki nokkur vafi að Árni Páll hefur oft skapað sér sérstöðu innan Samfylkingarinnar með málflutningi sínum. Hann hefur tekið sér stöðu sem frjálslyndur miðjumaður með sterkar skoðanir.
Á fundinum í gær kom frambjóðandinn víða við. Athyglisverðar voru skoðanir hans á kvótakerfinu og efnahagsmálum. Í báðum þessum málaflokkum tekur Árni Páll afstöðu sem að ekki fellur að skoðunum margra samþingmanna hans.
Það að hámarka eigi arð af fiskveiðiauðlind okkar og taka sanngjarnt afnotagjald er afstaða sem er ekki samhljómur um innan Samfylkingarinnar. Margir þingmenn flokksins vilja nota auðlindina sem nokkurskonar byggðastyrki.
Greinilegt var að Árni hafði sett sig vel inn í hin flóknu mál gjaldeyrishaftanna og snjóhengjuna svokölluðu. Setti hann þau mál fram á einfaldan og auðskiljanlegan hátt.
Evrópusambands málin voru Árna ofarlega í huga en málflutningur hans var þó klisjukenndur og í samræmi við málflutning annarra þingmanna Samfylkingarinnar.
Árni kom aðspurður inn á málefni Sparisjóðs Siglufjarðar og inn á þá óvissu sem er um framtíð sjóðsins. Greinilegt var að Árni þekkti vel til málsins og viðraði þá skoðun sína að finna ætti lausn sem að tryggði framtíð sparisjóða kerfisins í landinu.
Það er ekki nokkur vafi að yfirbragð Samfylkingarinnar mun breytast ef að Árni Páll verður kosinn formaður. Létt yfirbragð Árna og skelegg framkoma mun eflaust hjálpa honum í baráttunni. Hætta er þó á að sumum muni finnast breytingin full mikil miðað við núverandi forystu flokksins.
Athugasemdir